Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hulda Vilhjálmsdóttir: Pönk rómantík (Fullkominn ófullkomleiki)

14 ágúst, 20215 september, 2021

Sýningin Pönk rómantík (Fullkominn ófullkomleiki) eru verk sem ég hef unnið undanfarin ár og eru samtal milli abstrakt og fígúratíft, náttúrunnar og abstrakt, hins gamla og nýja.“
– Hulda Vilhjálmsdóttir
Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík 1971. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í málun árið 2000.
Hún tók diplómanám í leirmótun og keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík 2007-2008.
Árið 2007 var Hulda til tilnefnd til Carnegie ART award og 2018 til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýninguna Valbrá í Kling og Bang. 2019 hlaut Hulda myndlistarverðlaunin Tilberann.
Hulda hefur haldið fjölda bæði einka- og samsýninga heima og erlendis og eiga Listasöfn og einkaaðilar verk eftir hana. Árið 2003 opnaði hún og rak gallerí Angelicu Smith í þrjá mánuði sem nokkurs konar gjörning. Hulda hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og myndabækur, má þar nefna Valbrá sem kom út 2017 og Dagur Líður 2020. Frá því Hulda lauk námi hefur hún starfað sjálfstætt að myndlistinni. Verkin hennar eru tilfinningarík en samt yfirveguð. Með ljóðrænni túlkun af landslagi, óhlutbundið og fólki. berst hún fyrir tjáningarfrelsi og verndun náttúrunnar.

Details

Start:
14 ágúst, 2021
End:
5 september, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/241950767776026?ref=newsfeed

Venue

Þula
Hjartatorg, Laugavegur 21
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website