Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

J Pasila: Ókunnugur

10 október, 202124 október, 2021

Síðustu 18 mánuði hef ég varið tíma mínum í Zoom og FaceTime símtöl í leit að einhverskonar samveru – líkt og vinir mínir og kunningjar. Stundum hægði á sambandinu eða nettengingin hökti. Skjámyndin fraus og varð þokukennd, eins og óljós vatnslitamynd.

Ég fór að taka myndir af þessum augnablikum – tilgangslitlar tilraunir til að halda í tengingu sem var þá þegar næstum horfin, varla til staðar lengur. Andlitsmyndirnar bera með sér súrrealískan og í senn kvíðavænlegan blæ. Í stað þess að hinar stafrænu “samkomur” með ástvinum færðu mér félagsskap og samkennd juku þær á vanlíðan mína og einsemd.

Litirnir eru dempaðir; þokugráir og bleik- og blámóskulegir. Sums staðar birtast andlitin út úr dökkum bakgrunni. Ég prentaði upphaflega þessar myndir af vinum og fjölskyldufólki á þunnan ljósritunarpappír sem er jafn léttur og hverfull og innihald myndanna og fellur vel að dulúð þeirra. Stærðirnar eru 20×20 sm og 90×117 sm. Samhliða má sjá myndaröð sem sýnir pixluð rýmin sem stóðu auð þegar fólk stóð upp og færði sig út úr myndrammanum. Sófapúðar, bókahillur og gluggatjöld birtast sem leiktjald á sviði sem bíður þess að einhver stígi á stokk.

J Pasila hefur sýnt verk sín bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í New York hafa sýningar hennar meðal annars farið fram í Plane Space Gallery, Momenta, og The Carriage Trade Gallery. Í Evrópu hefur hún sett upp sýningar í Apollohuis í Eindhoven Hollandi, Waterfront Gallery í Gent í Belgíu og á Siglufirði. Verk hennar voru valin af Robert Storr fyrir 44. National Chatauqa sýninguna á amerískri list. Þá hefur hún tekið þátt í sýningu “dust” ljósmyndasafnsins í Pompidou safninu í París frá október 2020 til mars 2021. Þá hefur J hlotið styrki og verðlaun frá Elizabeth Foundation, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Mustarinda félaginu í Finnlandi – og tvisvar dvalið í McDowell Colony, NH.

J Pasila útskrifaðist frá Ontario College of Art í Toronto. Hélt áfram námi í vídeolistadeild og arkitektúr við Listaháskólann í Dusseldorf. Á námsárum sínum í Þýskalandi stundaði hún rannsóknar- og þróunarvinnu með OMA, Christopher Alexander og CRATerre fyrir skapandi heimildarmyndina A sense of place. J dvelur ýmist í Brooklyn, New York, eða á Siglufirði.

Details

Start:
10 október, 2021
End:
24 október, 2021
Event Tags:
, ,
Website:
https://www.facebook.com/events/6188812504525609/

Venue

Alþýðuhúsið / Kompan
Þormóðsgata 13
Siglufjörður, 580 Iceland
+ Google Map
View Venue Website