Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Jeanine Cohen: Innra rými

30 apríl2 júlí

Jeanine Cohen er belgískur listamaður sem fæst við lita- og formrannsóknir. Með þrívíðum veggverkum sínum, lágmyndum, kannar hún áhrif lita og forma á rýmisupplifanir okkar. Rýmið sem hún fæst við í list sinni er ekki síður hið innra rými verksins sjálfs, samsetning á lögum efna og lita er skapa rými innan rýma, innan rýma.

Verk hennar eru sjálfstæðar einingar en eiga jafnframt í samtali hvert við annað í sýningarrýminu. Þau eru fáguð yfirlitum, öguð, og formin sterk og einföld. Breidd litapallettu nnar nær frá ómeðhöndluðum viðnum yfir í frumliti og jafnvel neón. Litirnir endurkastast af hvítum veggjunum og innan verksins sjálfs myndast einskonar lokaður heimur þar sem ljós- og skuggaspil skapa sín eigin form. Við erum hér minnt á stórfenglega getu augans til að umbreyta geislum ljóssins yfir í merkingarbæra skynjun á umhverfi okkar. Verkin hafa þannig áhrif handan sýningarrýmisins og fylgja okkur sem vegvísir inn í daglega lífið og hvernig við getum frekar skerpt á myndrænni skynjun okkar á undrum umhverfisins í kringum okkur.

Í verkum sýningarinnar, sem öll eru meðal hennar nýjustu, notar Jeanine ómeðhöndlaðan við sem uppistöðu í rúmfræðilegum strúktúrum er sjá má sem vísanir til málverksins, einskonar uppbrot eða afbyggingu á ramma hins hefðbundna málverks þar sem rammaefnið er tekið í sundur og málað á það í stað striga. Málverkið sýnir þannig ekki mynd heldur myndar rammaefnið nokkurskonar arkitektónískt, naumhyggjulegt rými þar sem litafletir mætast í ljósi og skugga. Rýmið innan verksins er þannig í senn augljóst og dularfullt.

Á yfir fjögurra áratuga listferli sínum hefur Jeanine fengist við slíkt rýmisspil með notkun grunneininga málverksins í fjarveru greinanlegs myndefnis. Þar koma fyrir hreinar línur, skýr form og litasamsetningar sem vísa gjarnan frá þeim er við þekkjum úr sögu málverksins. Verk hennar eru í allskyns stærðum og gjarnan um og yfir líkamsstærð, í beinu samtali við arkitektúr og mannslíkamann. Í sýningunni hér má hinsvegar sjá minni verk, sem vel mætti hugsa sér að myndu rúma efri hluta líkamans væru þau portrett.

Birta Guðjónsdóttir

Details

Start:
30 apríl
End:
2 júlí
Event Tags:
,
Website:
https://hverfisgalleri.is/exhibition/inner-space//bio/

Venue

Hverfisgallerí
Hverfisgata 4
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website