
- This event has passed.
Joe Keys: Viðsnúningur
5 mars–17 mars

Með sýningu sinni „Viðsnúningur“ teflir Joe Keys fram innsetningu úr viðarskúlptúrum. Skúlptúrarnir, sem eru úr eik, notast við einfalda innrömmunartækni sem aðferðafræði við að kanna hugmyndir um virkni og málamiðlanir, þegar listhluturinn er annars vegar og hins vegar sýningarrýmið. Á tveimur veggjum gallerýsins verða þrjú innrömmuð textaverk sem undirstrika bókstaflegar tilvísanir sýningarinnar.