Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Jóhannes Atli Hinriksson: Marmari

21 ágúst, 202112 september, 2021

Jóhannes Atli Hinriksson opnar einkasýninguna MARMARI í Ásmundarsal laugardaginn 21. ágúst kl. 14:00.

Verkin eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna í Ásmundarsal og eru blanda af þrívíðum skúlptúrum og tvívíðum verkum, nánar hér:
„Óhlutbundin höggmyndalist er í besta falli orðaleikur, í versta falli brandari. Hluturinn er alltaf hlutbundinn. Það segir sig bókstaflega sjálft, Jónas minn. Og dag nokkurn verður ungur listamaður loks miðaldra. Þá hefur hann einn valkost (ef einn kostur er þá valkostur): Hina hreinu uppgjöf fyrir klassíkinni.

Höggmyndir, lágmyndir, alvöru list. Hráefnið: Einhverskonar marmari. Allavega svipar efninu til marmara: Ljóst, mjúkt, auðmótanlegt.

En rétt undir yfirborði vitundarinnar mallar jú síðan sitthvað ógreinilegra en steinefni. Er það ósýnilegt jafnvel? Óhlutbundið? Nei, hægan, hægan. En hvernig lítur þá „efi“ aftur út? Nú eða ADHD? Hvernig lítur það út? Nú eða bara eitthvað sem enginn hefur smíðað hlutbundið orð um ennþá en liggur samt kæruleysislega þarna rétt undir yfirborðinu og stýrir óhlutbundnum straumum á einkar hlutbundin hátt.

Listamaður meinar hverja sveigju, hann meinar þetta allt. Hitt er hins vegar óljóst: hvað þetta allt er. Byrjum á því að móta þennan skratta – svo sjáum við til.

Allavega er ljóst að hin bergtegundin marmari er hlutbundin og sannar að óhlutbundin höggmyndalist er í besta falli orðaleikur, í versta falli brandari.“ RHÓ
Verið hjartanlega velkomin!

Jóhannes Atli Hinriksson (f. 1975)
hefur getið sér orð fyrir innsetningar og málverk. Hann útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og lauk síðar MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York og hefur haldið sýningar víða, m.a. í Kaupmannahöfn, New York og Zurich.