
- This event has passed.
JÓLASÝNING LISTVALS Í HÖRPU
3 desember, 2022–7 janúar, 2023

Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn í fremstu röð. Þá fagnar Listval einnig eins árs veru í Hörpu en markmið Listvals hefur frá upphafi verið að auðvelda fólki að fjárfesta í myndlist og gera hana aðgengilegri. Á sama tíma og sýningin opnar í gallerínu verða öll verkin einnig til sýnis á heimasíðu Listvals. „Heimasíða Listvals er stór þáttur í því að auka aðgengi að myndlist en þar getur fólk setið heima, skoðað úrvalið og mátað verkin með sérstakri “skoða í eigin rými” virkni sem hefur slegið í gegn“ segir Helga Björg Kjerúlf. Frá opnun Listvals í Hörpu hefur Listval sýnt og selt samtímamyndlist eftir tugi listamanna. „Við finnum fyrir mikilli ánægju meðal almennings á starfseminni og aðsóknin endurspeglar það“ segir Elísabet Alma Svendsen.
Sýningin stendur til 7. janúar en opið verður á virkum dögum frá 12-18 og milli 12-16 um helgar.
Hægt er að fylgjast með Listval á Instagram, instagram.com/listval_, og skoða verk á listval.is.
Details
- Start:
- 3 desember, 2022
- End:
- 7 janúar
- Event Tags:
- Listval - Hörpu
- Website:
- https://listval.is/
Venue
- Listval
-
Hólmaslóð 6
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website