
- This event has passed.
Jón B.K Ransu: Röðun
2 október, 2021–18 október, 2021

Austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt því fram að manneskjan byggi í tveimur heimum. Þ.e. hinum andlega og efnislega. Margt í hans fræðum snýst um að varpa ljósi á samspil þessara heima, hvernig þeir snertast, mætast eða gára yfir til hvors annars.
Sænska listakonan Hilma Af Klint, sem var brautryðjandi í abstrakt málverki í upphafi síðustu aldar, túlkaði þessi fræði Steiners í myndröð sem hún kallaði Svanir. Fyrst túlkaði hún heimana tvo sem svartan og hvítan svan.
En síðar gaf hún þeim hringform sem klofnuðu í lit en stóðu sem heil form á fletinum miðjum.
Undanfarin ár hefur Jón B. K. Ransu sótt innblástur í þessi verk Hilmu Af Klint sem og verk Edvards Munch, og þá aðallega Ópið. En í Ópinu mætast einmitt tveir heimar, hins þekkta og óþekkta, eða skynjaða og óskynjaða, þegar ógnvekjandi himinninn leggst yfir Kristjaníufjörðinn og kveikir ótta og kvíða sem Munch túlkar svo snilldarlega með æpandi mannlingnum.
Síðustu sýningar Ransu hafa vísað til þessara verka Munch og Af Klint og er sýningin Röðun / Sequencing í formrænu framhaldi af þeim.
Details
- Start:
- 2 október, 2021
- End:
- 18 október, 2021
- Event Tags:
- Jón B.K Ransu, Listamenn Gallerí
- Website:
- https://www.facebook.com/events/620421105615544
Venue
- Listamenn Gallerí
-
Skúlagata 32
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website