Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Julie Lænkholm: Fjallið við

18 júní, 202210 júlí, 2022

Hugmyndafræði Julie Lænkholm á rætur að rekja til hugmynda og aðferðafræða sem snúast um sameiginlega þekkingu og sam-lærdóm kynslóða. Hún kannar aðferðir og venjur sem hafa borist munnlega frá kynslóð til kynslóðar, og leggur áherslu í vinnuferli sínu á sögu kvenna sem oft hefur legið í dvala eða gleymst.

„Sem listamaður er ég aðeins þáttakandi í sköpunarferli verks. Ég reyni að vera farvegur sem leiðir hið ytra niður í gegnum höfuðið og hjartað og út um hendurnar. Þannig get ég búið til hluti sem eru handan minnar ímyndunar og það er miklu áhugaverðara en að ofhugsa verk.“

Á einkasýningu sinni í Ásmundarsal vinnur hún með ljóð Guðnýjar frá Klömbrum (1804-1836), Sit ég og syrgi og skoðar hún hvernig sársauki en í senn lækning birtist í ljóðinu samtímis. Samlækning og arfleiddur sársauki var rannsóknarefni Lænkholm við vinnu sýningarinnar þar sem hún skoðaði hið viðkvæma samband umhyggju og sorgar, þjáningar og lækninga, aðgerða, viðbragða og aðgerðaleysis. Verkin eru unnin með efni og ull frá ættarbæ hennar Húsavík þar sem hún kynntist jurtalitun í fyrsta sinn og textílvinnslu sem hafa mótað iðkun hennar síðan. Lænkholm telur ljóðrænuna felast í efninu sjálfu. Verk hennar minna okkur á hina viðstöðulausu keðjuverkun þar sem verkin fá okkur til að finna fyrir hinni stöðugu þróun og hvernig við erum samtengd með gjörðum okkar sjálfra og annarra. Það sem virðist löngu horfið lifir löngu eftir að það hefur farið, það heldur áfram að þróast þegar við upplifum, afhjúpum og eigum samskipti við sögu okkar og hvort annað. Við verðum þáttakendur í keðjuverkun þar sem verkið hreyfir við okkur og við hreyfum samtímis við arfleiðinni og sköpum samlærdóm eða með öðrum orðum nýja sam-visku.

Sýningin er styrkt af The Danish Art Foundation, Fondet for Dansk-Islandsk samarbejde og Danska sendiráðinu.

Julie Lænkholm (f. 1985, Danmörk) býr og starfar í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hún er útskrifuð frá Parsons, The New School of Design í New York. Hún er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í hjartaskurðlækningum, sem hún stundaði á meðan hún lauk listnámi. Lænkholm hefur verið með einkasýningar í Matsushima Bunko Museum (Matsushima), Tranen Space for Contemporary Art (Hellerup), Safnahúsinu (Húsavík) og Textile Art Center (New York).

Details

Start:
18 júní, 2022
End:
10 júlí, 2022
Event Tags:
,
Website:
https://www.asmundarsalur.is/syningar

Venue

Ásmundarsalur
Freyjugata 41
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website