
- This event has passed.
Karl Guðmundsson: Lífslínur
4 desember, 2021–6 febrúar, 2022

Listferill Karls Guðmundssonar spannar nú rúmlega tvo áratugi. Hann hefur haldið einkasýningar frá 2000 og jafnframt tekið þátt í fjölda samsýninga.
Karl hóf nám í Myndlistaskólanum á Akureyri fimm ára gamall undir handleiðslu Rósu Kristínar Júlíusdóttur og útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri 2007. Þau hafa unnið saman síðan.
buy actos generic https://myindianpharmacy.net/actos.html over the counter
Í upphafi sem kennari og nemandi, en nú sem samstarfsfélagar í listinni. Verkin á sýningunni eru myndrænn afrakstur samtals þeirra og samleiks. Flest þeirra eru máluð á striga, gler og plexígler. Samstarfsfélagar á sýningunni eru myndlistarmennirnir Arna Valsdóttir og áðurnefnd Rósa Kristín Júlíusdóttir.
Karl er mál- og hreyfihamlaður, en tekst engu að síður að koma skýrt til skila þeirri næmu, listrænu tilfinningu sem býr innra með honum. Hann var útnefndur listamaður Listar án landamæra 2015.
Sýningarstjóri: Rósa Kristín Júlíusdóttir.
Details
- Start:
- 4 desember, 2021
- End:
- 6 febrúar, 2022
- Event Tags:
- Akureyri Art Museum, Karl Guðmundsson, Listasafnið á Akureyri
- Website:
- http://www.listak.is/is/syningar/naestu-syningar/karl-gudmundsson
Venue
- Akureyri Art Museum
-
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland + Google Map - View Venue Website