
- This event has passed.
Klāvs Liepiņš, Renate Feizaka & Raimonda Sereikaitė-Kiziria: Eins og þú ert núna var ég einu sinni / eins og ég er núna, svo munt þú verða
26 ágúst, 2021–3 október, 2021

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar EINS OG ÞÚ ERT NÚNA VAR ÉG EINU SINNI / EINS OG ÉG ER NÚNA, SVO MUNT ÞÚ VERÐA fimmtudaginn langa 26. ágúst klukkan 17:00-21:00. Sýningin verður opin á hefðbundnum opnunartímum safnsins út sýningartímabilið.
EINS OG ÞÚ ERT NÚNA VAR ÉG EINU SINNI / EINS OG ÉG ER NÚNA, SVO MUNT ÞÚ VERÐA er samsýning þriggja myndlistarmanna sem búa og starfa á Íslandi, þeirra Klāvs Liepiņš, Renate Feizaka og Raimonda Sereikaitė-Kiziria. Með ólík sjónarhorn mætast þau á töfrandi hátt á vettvangi óvissunnar sem fylgir manneskjunni.
Raimondu eru af stórum skala og bera með sér yfirþyrmandi öryggi. Fýsileg áferð, ljómandi litir og líkamlegt form verkanna halda uppi forvitnilegu samtali í sínum eiginlega síbreytileika.
Samspil náttúru og manneskju er upphafið að verkum tvíeykisins Klāvs Liepiņš og Renate Feizaka en þaðan fæðast pólitískar, menningarlegar og tilvistarlegar tilgátur. Innsetningin þeirra, þar sem þau vinna með jarðveg, þjónar sem tákn um tilbúning og fáránleika þjóðernishyggju, hugmyndirnar um arfleifð og það að tilheyra, sem og framsetningu á hringrás lífsins.