
- This event has passed.
KRISTINN G. JÓHANNSSON
24 september, 2022–15 janúar, 2023

Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936) er Akureyringur. Stúdent frá MA 1956. Nam myndlist á Akureyri, Reykjavík og Edinburgh College of Art. Lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn í tæpa fjóra áratugi. Kristinn efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954, en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sama ár tók hann í fyrsta sinn þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum. Hann hefur síðan verið virkur á sýningavettvangi. Auk málverka liggja eftir Kristin grafíkverk þar sem hann sækir efni í gamlan íslenskan útskurð og vefnað. Hann hefur myndskreytt fjölda bóka m.a. Nonnabækur og þjóðsögur.
„Ég hefi árum saman gengið til litgrasa og forma í brekkurnar og heiðina sem við mér blasa dag hvern og í spegil Pollsins og í vaðlana, ofið saman litbrigði jarðarinnar með mínum hætti. Í þessum nýlegu málverkum leitar landslagið og málverkið eins konar jafnvægis, sátta.“
Sýningarstjóri: Brynhildur Kristinsdóttir.
Details
- Start:
- 24 september, 2022
- End:
- 15 janúar
- Event Tags:
- Akureyri Art Museum, Kristinn G. Jóhannsson, Listasafnið á Akureyri
- Website:
- http://www.listak.is/is/syningar/naestu-syningar/kristinn-g-johannsson
Venue
- Akureyri Art Museum
-
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland + Google Map - View Venue Website