Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Kristján Guðmundsson

25 september, 202113 október, 2021

Laugardaginn 25. september 2021, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu í samvinnu við Slunkaríki á Ísafirði og Edinborgarhúsið. Kristján opnaði fyrst sýningu í Slunkaríki á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast hefð fyrir því að listamaðurinn komi vestur með sýningu þegar kosið er til alþingis.

Kristján Guðmundsson (1941) hóf listferil sinn snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann varð stofnfélagi í SÚM – hópi ungra framsækinna listamanna sem vann með nýja nálgun sem þá var að ryðja sér til rúms í myndlistinni.

Hann bjó í Hollandi á áttunda áratugnum og komst þá í nánari tengsl við þá strauma og stefnur sem voru ráðandi í listheiminum á þeim tíma. Kristján hefur búið á Íslandi síðan 1979. Hann er í hópi virtustu listamanna þjóðarinnar, list hans hefur verið lýst þannig að hún er bæði í takt við þær hefðir sem ráðið hafa ferðinni í vestrænni samtímalist á seinni hluta síðustu aldar og er jafnframt merkilegt innlegg í margbrotið tímabil abstrakt- og konsept-listar eftirstríðsáranna hér á landi.

Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspekilegri nálgun og djúpri og ísmeygilegri kímni. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 1993 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína, m.a. sænsku Carnegie verðlaunin.

Sýning Kristjáns opnar kl. 16 laugardaginn 25. september og er opin fimmtudaga-föstudaga kl. 16-18 og eftir samkomulagi.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja rekstur Gallerís Úthverfu og Slunkaríkis.

Details

Start:
25 september, 2021
End:
13 október, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/228229539281302

Venue

Gallerí Úthverfa
Aðalstræti 22
Ísafjörður, 400 Iceland
+ Google Map
View Venue Website