Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Lofthaf

12 nóvember, 202230 nóvember, 2022

Lofthaf sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin opnar í Listamenn Gallerí – Skúlagötu 32   Laugardaginn 12. nóvember klukkan 16:00.
“Er ímyndun ímyndun? Hverjir eru höfundar og eigendur raunveruleikans? Hvaða sannleikur er heimasmíðaður, manngerður, hvaða ekki? Hvað geri ég í raunveruleika sem fyrirlítur skaðlausa eðlisþætti mína? Byggi ég mér nýjan heim? Endar náttúran? Hvar? Við Ósonlag? 
Spurningarnar ganga sem rauður þráður í list tveggja geimfara sem búa í Reykjavík: Önnu Hallin og Olgu Bergmann, myndlistarkvenna sýningarinnar Lofthaf sem galleríið Listamenn opnar þ. 12. nóvember 2022. Laus undan skrásetningarþörf í kauphöll má kalla listamannateymið Berghall geimferðastofnun; hún rís á óvenjulegum eldflaugnapalli fjórðu hæðar í 101-Reykjavík, í augnhæð við sjálfa Esjuna. Þar og í útbúi á verkstæði í Vesturbæ skapa Anna og Olga leirmálverk, myndbönd, skúlptúra, teikningar – afrakstur og afurðir rannsókna og skynjunar, m.a. á geimnum.” 
“Á sýningunni má sjá loftmyndir af stöðum sem Anna dregur úr fjarlægðinni, himnakroppa sem Olga tálgar úr gjöfum Jarðar. Þær spinna landslag í geimnum, byggja og reisa ferskar heimsmyndir. Ég er ekki lengur viss um að ímyndun sé ímyndun. “ 
(textabrot úr sýningarskrá eftir  Kristínu Ómarsdóttur)
Olga og Anna hafa haldið fjölda einkasýninga í söfnum og galleríum á Íslandi og erlendis og hafa tekið þátt í mörgum sýningarverkefnum bæði í samstarfi og sem einstaklingar. Þær hafa frá árinu 2005 unnið fjölmörg verk og verkefni í sameiningu.
Um er að ræða myndlistarsýningar heima og erlendis, til dæmis í Listasafni Íslands, Kling og Bang Gallerí, Safnasafninu, í Listasafni Einar Jónssonar, Bozar í Brussel og á norræna tvíæringnum Momentum í Moss í Noregi.  Auk þess hafa þær unnið verk fyrir opinbert rými bæði tímabundin verk í formi innsetninga innandyra og úti og verk fyrir almannarými og opinberar byggingar.
Anna og Olga vinna með ólíka miðla og nota innsetningar, skúlptúr, ljósmyndun, kvikmyndir og teikningar í verkum sínum.
Uppspretta hugmyndanna sem eru grunnur verka þeirra, sækir innblástur í samspil manns og náttúru, líffræði, spáskáldskap og menningarsögulega og staðbundna þætti.
Sýningin Lofthaf stendur til 30. nóvember

Details

Start:
12 nóvember, 2022
End:
30 nóvember, 2022
Event Tags:
, ,

Venue

Listamenn Gallerí
Skúlagata 32-34
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website