Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

María Magdalena & María Sjöfn: Correlation

15 október, 202231 október, 2022

Verk Maríu Magdalenu og Maríu Sjafnar eru oft á tíðum í einskonar samtali þar sem þau fjalla oft um viðfangsefni með sama undirtón. Þær hafa unnið að verkum sem snerta á umhverfi, vistfræði og samfélags á tímum mannaldarinnar.
Með hliðsjón að því þá eru þær að skoða hvernig við höfum unnið að fyrirbærinu hverfandi jökli frekar en að kortleggja jökulinn sjálfan. Með vísan til þessa er frekar verið að kortleggja einskonar innra landslag skynjunar á hinu ytra jöklalandslagi. Marglaga myndmálið sem skapast í ferlinu getur mögulega velt upp nýjum sjónarhornum á efninu.

Í verkum Maríu Magdalenu vinnur hún með náttúru og mannkynið sem eina heild í sama vistmengi en ekki sem einangraðar einingar. Hún fjallar um nauðsyn þess að við tökum til hendinni í umhverfismálum til að lifa af. Í verkum sínum vinnur hún með mismunandi miðla sem ljósmyndun, video, hljóð, hluti, gjörninga og insetningar og gagnvirkt efni.

Maríu Sjöfn vinnur í mismunandi miðla og oft með náttúruleg fyrirbæri sem taka á sig mynd sem innsetningar, í þrívíð form sem skúlptúrar, video-innsetningar, ljósmyndun og teikningu.
Í verkum sínum fjallar hún um fjölþætta skynjun umhverfisins með innsýn í innra og ytra samhengi rýmis og efnis. Oft en ekki svo augljóslega þá er hún að kanna snertifleti manns og umhverfis á gagnrýninn hátt í marglaga þekkingarsköpun.