Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Maria Wandel: Not Keeping Journal

18 mars15 apríl

Maria Wandel er danskur listamaður sem mun opna sýningu í Þulu. Sýningin ber heitið Not Keeping Journal og opnar klukkan 16:00 þann 18.mars.
Frá því að Maria Wandel lauk námi við Konunglegu dönsku listaháskólann (1997-2005) hefur hún gert tilraunir með ýmsar listrænar aðferðir og komið á nýjum og óvæntum sjónrænum samræðum á milli bæði myndlistar og bókmennta og milli ljósmyndunar og málverks. Árið 1998, í Nikolaj Kunsthal, sýndi hún röð af dökkbrúnum málverkum þar sem nokkrir af samnemendum hennar böðuðu sig í heitum hverum á Íslandi. Þar var hún strax farin að vinna með fígúratív málverk en aftur á móti sýndi hún í Kunsthal Charlottenborg árið 1999 stór, expressjónísk málverk af ristum, kúlum og öðrum formum og fígúrum. Hún er enn þann dag í dag óhrædd við að stökkva á milli stíla og mun hún í Þulu sína fjölbreytt verk á pappír.

Details

Start:
18 mars
End:
15 apríl
Event Category:
Event Tags:
Website:
https://www.facebook.com/events/510740124603557/?ref=newsfeed

Venue

Þula
Hjartartorg, Laugavegur 21
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website