Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Melanie Ubaldo: TRAPO

13 maí11 júní

TRAPO er sérsniðið fyrir Ásmundarsal og er afrakstur margra mánaða þrotlausrar handavinnu sem fyllir alla veggi sýningarsalarins. Verkið er að hluta til heiðurs verka listamannatvíeykisins Christo og Jeanne-Claude en sömuleiðis til heiðurs arfleiðar Melanie sjálfrar.

,,Litríku, kringlóttu, lófastóru tuskurnar sem mamma og hinar konurnar í fátækrahverfinu okkar á æskuárum mínum á Filippseyjum saumuðu, úr afgangsefnum, eru sérstakur innblástur afbyggingar- fagurfræði minnar. Þessar tuskur eru kallaðar trapo á móðurmáli mínu filipísku.”

Handsaumur á striga er vísvitandi notaður sem stíltækni og málaralegur tjáningarmátinn – ákveðin tilraun til að virkja tilviljunarkenndina. Með því að hylja veggina og skilja aðeins eftir sýnilega hina mögnuðu glugga salarins, mætir verkið áhorfendum með stærð sinni, breytir upplifun þeirra af rýminu og undirstrikar um leið líkamleika og efniskennd málverksins.

Melanie Ubaldo (f. 1992 í Fillipseyjum) útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist frá Listaháskóli Íslands árið 2022. Sjálfsævisöguleg, einlæg og beinskeytt verk um fjölbreyttar birtingarmyndir valds, fordóma og mismunun einkenna listferli og sköpun Melanie og birtast í samansaumuðum málverkum sem innihalda fordómafulla texta sem vísa í hennar eigin reynslu af hegðun annara í hennar garð ásamt þess að notast við innsetningar sem takast á við minningar, sjálfsmynd og uppruna. Verkin afhjúpa valdið sem felst í fordómum og eyðandi áhrifum þeirra á þolendur. Melanie hefur tekið þátt í fjölda sýningar hérlendis og erlendis. Hún hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn árið 2021 og er jafnframt stofnandi listamannaþríeykisins Lucky 3, en Lucky 3 hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. Verkin hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Hafnarborgar og í einkaeigu.

Details

Start:
13 maí
End:
11 júní
Event Tags:
,
Website:
https://www.asmundarsalur.is/melanieubaldo-trapo

Venue

Ásmundarsalur
Freyjugata 41
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website