Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Michaela Grill: Innan rammans

7 maí12 júní

Laugardaginn 7 maí opnar sýningin Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Michaela Grill sem að býr og starfar í Montréal opnar þá í Verksmiðjunni yfirlitsýningu á kvikmynda og vídeóverkum. Í verkum sínum endurskapar hún myndir af því sem að fyrir augu ber á göngu um náttúruna en ekki af raunveruleikanum heldur frekar könnun á yfirborði, litaframvindu og hreyfirannsóknum. Í heimsfaraldri voru ferðalög ekki möguleg svo að hún fór að vinna með fundið kvikmyndaefni, til að stækka og draga ákveðin atvik út úr flæði. Einkum í tengslum við smásjármyndir.

Að safna ljósbrotum

Í tilefni að sýningu Michaelu Grill Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Hin sanna mynd fortíðarinnar þýtur hjá. Í fortíðina verður ekki haldið nema sem leiftrandi mynd sem kennsl verða borin á eitt augnablik en síðan aldrei meir. Walter Benjamin. Um söguhugtakið.

Myndlistarkonan Michaela Grill vinnur myndbandsinnsetningar og lifandi performansa í samstarfi við tónlistarmenn og síðustu ár hefur hún átt í nánu samstarfi við tónlistarkonuna Sophie Trudeau.

Sjónrænan efnivið finnur Michaela á afskekktum og óaðgengilegum stöðum líkt og á suður- og norðurheimskautunum eða á göngu sinni í náttúrunni. Einnig leitar hún fanga á kvikmyndasöfnum, bæði í bíómyndir og vísindalegar náttúrulífsmyndir.

Í myndbandsverkunum birtist fortíðin í flöktandi myndbrotum, náttúrufyrirbæri snúa upp á sig og eru jafnvel eins og séð með augum annarra lífvera með annarskonar skynjun, skóglendi er snúið á hvolf og umbreytist í sjávargróður, landslagið á heimskautunum bráðnar og frýs á víxl og myndar eilíflega ný form, eða er þetta ef til skýjalandslag? örvænting nær hápunkti og dvelur þar, ryðguð hvalveiðiskip taka á sig mynd særðra hvala, myndirnar neita að láta undan skilvindu Sögunnar sem vill hafna þeim og gleyma.

Það er þegar hugsunin stöðvast í spennumettaðri afstöðu sinni að hin díalektíska mynd birtist skrifaði Walter Benjamin. Michaela rífur myndbrotin út úr frásagnarramma sínum og magnar upp hreyfingar eða hægir á þeim til að losa myndirnar undan hefðbundnu kvikmyndalegu flæði þeirra. Tónlistin í verkunum er þess eðlis að hún leyfir áhorfandanum aldrei að falla í sætbeiskan brunn tilfinningaseminnar. Myndirnar eru hvorki nostalgískt endurlit eða upphafning heldur fær fortíðin og náttúran að aktúalísera sig í verkunum. Hljóð, ljós, skuggar, form, litir og hreyfing takast á innan rammans. Myndirnar fá þannig ekki aðeins nýja merkingu heldur öðlast þær nýja virkni. Þær segja okkur eitthvað nýtt, ekki eingöngu um okkur, heldur fyrst og fremst um sig sjálfar.

Texti: Kari Ósk Grétudóttir

Sýningin stendur til og með 12.06 og er opin alla daga nema mánudaga frá 14:00-17:00.

Details

Start:
7 maí
End:
12 júní
Event Tags:
, ,
View Event Website

Venue

The Factory in Hjalteyri
Brekkuhús 3b
Hjalteyri, 601 Iceland
+ Google Map
View Venue Website