Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Nicoline Weywadt

21 maí, 20224 september, 2022

Í tengslum við farandsýninguna Í skugganum er sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt, á Veggnum á 1. hæð Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir hennar auk teikningar af ljósmyndastúdíóinu sem hún lét byggja á Teigarhorni.

Nicoline Weywadt lærði ljósmyndun veturinn 1871-72 í Kaupmannahöfn. Hún bjó alla tíð á Austurlandi, fyrst á Djúpavogi en síðar að Teigarhorni. Nicoline myndaði fyrst og fremst fólk en eftir hana eru einnig útimyndir frá Djúpavogi, Eskifirði og Seyðisfirði sem sýna upphaf þéttbýlismyndunar á þessum stöðum. Ljósmyndasafn hennar er einstæð heimild um Austfirðinga og Austurland á seinni hluta 19. aldar.

Safn Nicoline er varðveitt í Ljósmyndasafni Íslands á Þjóðminjasafni auk ljósmyndabúnaðar hennar s.s. myndavélar, hnakkajárns og baktjalds sem allt er til sýnis á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.

Ljósmynd: Sjálfsmynd af Nicoline Weywadt