
- This event has passed.
Nokkur nýleg verk
2 júlí, 2022–2 október, 2022

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn okkar Íslendinga og eitt af hlutverkum þess er að safna myndlist með það að markmiði að endurspegla sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist á hverjum tímaeins og segir í lögum um safnið. Safneignin er yfirgripsmikil og fjölbreytt. Elstu verkin eru frá 16. öld og þau yngstu innan við ársgömul en kjarni safneignarinnar er íslensk myndlist frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag.
Á sýningunni Nokkur nýleg verk má sjá úrval verka sem keypt hafa verið af innkaupanefnd Listasafns Íslands eða safnið hefur fengið að gjöf á undanförnum fjórum árum.
Nokkur nýleg verk hafa verið valin saman þar sem finna má kerfi og endurtekningar sem leiðarstef í verkum ellefu listamanna og eru þau unnin í ýmsa miðla.
Listamenn: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Fritz Hendrik Berndsen, Guðjón Ketilsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Sigurður Guðjónsson, Sigurður Atli Sigurðsson, Sölvi Sólon Íslandus Helgason, Valgerður Guðlaugsdóttir, Örn Alexander Ámundason.
Sýningarstjóri: Vigdís Rún Jónsdóttir
Details
- Start:
- 2 júlí, 2022
- End:
- 2 október, 2022
- Event Tags:
- Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Fritz Hendrik Berndsen, Guðjón Ketilsson, Gunnhildur hauksdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Listasafn Íslands, Örn Alexander Ámundason, Sigurður Atli Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson, Sölvi Sólon Íslandus Helgason, The National Gallery of Iceland, Valgerður Guðlaugsdóttir, Vigdís Rún Jónsdóttir
Venue
- The National Gallery of Iceland
-
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website