
- This event has passed.
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson: Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
11 september, 2021–9 janúar, 2022

Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Snæbjörnsdóttir/Wilson 2001-2021
Listamennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fagna nú 20 ára samstarfi með yfirlitssýningu í Gerðarsafni.
Þau staðsetja list sína sem rannsóknar- og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða sögu, menningu og umhverfið. Með listrannsóknum sínum kveikja þau hugleiðingar og samtal um hvernig heimurinn er að breytast og hlutverk okkar mannfólksins í þeim breytingum. Listamennirnir nálgast listsköpun sína með vistfræðilegri og heildrænni sýn. Verk þeirra eru þverfagleg í eðli sínu og taka gjarnan form innsetninga með skúlptúrum, fundnum hlutum, vídeóverkum, hljóði, teikningum, ljósmyndum og textum.
Sýningarstjóri: Becky Forsythe
Sýningin er samstarfsverkefni við Listasafnið á Akureyri. Viðburðadagskrá verður haldin í báðum söfnum á meðan á sýningunni stendur.