Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Óskilamunir

26 ágúst, 202111 september, 2021

Hundur hleypur um Hamraborgina, þefar upp hluti sem virðast jafn utan veltu og hann. Úr verður kort sem er háð veðri og vindum, greining á rými í stöðugu flæði. Í andyri Midpunkt er fáni sem kortleggur óskilamuni sem fundust í Hamraborg. Gestum er boðið að þræða slóðir hlutana sem gætu hafa fundist eða týnst aftur.

Um listamennina:

Agnes Ársæls (f. 1996), Anna Andrea Winther (f. 1993) og Svanhildur Halla Haraldsdóttir (f.1992) hófu samstarf sitt árið 2018 eftir að þær útskrifuðust með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Samstarf þeirra nýtir spuna og leik til þess að fjalla um almenningsrými. Með því að skrásetja myndræna upplifun á hversdeginum hvetja þær áhorfendur til þess að veita umhverfi sínu eftirtekt.

Agnes Ársæls vinnur með róttæka væntumþykju í verkum sínum sem kanna samband mannsins við umhverfi sitt og aðrar tegundir. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Meðal nýjustu verkefna eru útvarps innslögin Samlíf sem voru birt á Rás 1 sumarið 2021 og unnin í samstarfi við Sylvíu Dröfn Jónsdóttur.

Agnes hefur tekið þátt í alþjóðlega samstarfsverkefninu United 1 á vegum UK Young Artists og Platform Nord, dvalið í gestavinnustofunni In Context í Slănic-Rúmeníu og sýningarstýrt sýningunni Af stað / Go! Í Norræna húsinu ásamt Önnu Andreu Winther. Agnes er meðlimur Ræktarinnar, listamannasamsteypu sem mun sýna á Sequences X haustið 2021.

Anna starfar í Reykjavík og Glasgow. Hún stundar nú nám í MFA deild Glasgow School of Art og er handhafi Leverhulme MFA Bursary verðlaunanna. Hún hefur sýnt á ýmsum samsýningum, bæði hérlendis og erlendis og hefur haldið fjórar einkasýningar á Íslandi, þar á meðal Skiljum ekki baun (Harbinger, Reykjavík) og Pönnukökuverkunin (Gallery Úthverfa, Ísafjörður).

Undanfarið hefur hún unnið að útvarpsþáttunum og myndlistarverkefninu „Er það eitthvað ofan á brauð?“ í samstarfi við Berglindi Ernu Tryggvadóttur. Eftir útskrift hefur hún starfað sem myndmenntakennari og skipuleggjandi listaklúbba í frístundastarfi. Anna er huti af listasamsteypunni Mál/tíð.

Svanhildur Halla Haraldsdóttir býr og vinnur í Reykjavík. Árið 2016 útskrifaðist hún með BA gráðu í Listfræði. Árið 2019 sýndi hún verk á sýningunni Öll brögð möguleg í Kling og Bang og sumarið 2020 tók hún þátt í listahátíðinni Stálsmiðjan og sýndi þar verkið Ræflar sem hún vann í samvinnu við Önnu Andreu Winther. Svanhildur starfar sem Deildarbókavörður hjá Borgarbókasafni Reykjarvíkur og vinnur þar meðal annars að undirbúningi og uppsetningu sýninga. Svanhildur er hluti af listasamsteypunni Ræktin.

Venue

Midpunkt
Hambraborg 22
Kópavogur, 220
+ Google Map
Phone:
(+354) 697 8633
View Venue Website