
- This event has passed.
Pétur Gaut: Skálar
3 september, 2022–24 september, 2022

Pétur Gautur er vel þekktur fyrir uppstillingar sínar og djarft litaval í málverki. Hann aðhyllist einfaldleikann, notar fáa en vel valda liti með áherslu á andstæður ljóss og skugga. Uppstillingin, svokallað „still life”, er klassískt viðfangsefni í listasögunni sem býður þó alltaf upp á nýja nálgun sem Pétur Gautur hefur í gegnum tíðina kannað og leikið sér með. Í nýjustu verkum hans er íslenski valmúinn í aðalhlutverki. Í þeim verkum hefur Pétur fjarlægst hina klassísku uppbyggingu „still life” verkanna, eða uppstillinganna. Kunnugleg skálaformin endurtaka sig þó í krónum valmúans sem hríslast um myndflötinn í óbeislaðri fegurð sinni.
Pétur Gautur er fæddur í Reykjavík árið 1966. Hann stundaði nám í listasögu við Háskóla Íslands og í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann er einnig með M.Art Ed. gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands.