
- This event has passed.
Ragnar Kjartansson: Undirheimar Akureyrar
28 ágúst, 2021–14 ágúst, 2022

Ragnar Kjartansson er einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar – þekktur fyrir vídeóverk, málverk, gjörninga og innsetningar. Ragnar sýnir nýtt útilistaverk sem er sérstaklega unnið fyrir svalir Listasafnsins á Akureyri og hefur beina tilvísun í akureyrskt samfélag, eins og Ragnar orðar það sjálfur: „Á Akureyri er allt aðeins meira í lagi en annars staðar.“
Það örlar oft á kaldhæðni í verkum Ragnars og koma þau áhorfandanum sífellt á óvart með ákveðinni framsækni tengdri þjóðarsálinni, sögunni og tilvist listamannsins innan samfélagsins eða utan þess.
Ragnar Kjartansson er fæddur í Reykjavík 1976.
Hann lauk námi frá myndlistadeild Listaháskólans 2001 og var gestanemandi í Konunglegu akademíunni í Stokkhólmi 2000. Hann stundaði auk þess nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík 1996-97. Ragnar hefur haldið einkasýningar í mörgum af virtustu listasöfnum heims s.s. Musée d’art contemporain de Montréal í Kanada 2016, Kunstmuseum í Stuttgart í Þýskalandi 2019 og Metropolitan Museum of Art í New York í Bandaríkjunum 2019. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2009.
Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.
Details
- Start:
- 28 ágúst, 2021
- End:
- 14 ágúst, 2022
- Event Tags:
- Hlynur Hallsson, Listasafnið á Akureyri, Ragnar Kjartansson
- Website:
- http://www.listak.is/is/syningar/naestu-syningar/ragnar-kjartansson
Venue
- Listasafnið á Akureyri
-
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland + Google Map - View Venue Website