Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ragnheiður Eiríksdóttir & Hulda Vilhjálmsdóttir: Hæg læti

18 september, 20211 október, 2021

Hulda og Heiða sýna saman í Midpunt.

 

Þær mála. Þær gera gjörninga. Þær flytja þulur, performa á rafmagnsgítar.

Þær eru heiðarlegar í þessu samtali,

Þær túlka lífið,

lífið í dag,

röddin, rafmagnsgítarinn og málverkið mætast.

 

Útkoman er hæg læti, málverk, þula, tónverk, teikningar, skúlptúrar, hljóðverk.

Orka þeirra

er Æsandi.

Hávaði þeirra er Róandi.

 

Um listamanninn Ragnheiði Eiríksdóttir:

Heiða vinnur með andstæður í sinni listsköpun og hefur komið víða við. Hún var pönkari sem gekk í sveitaballapoppsveitina unun, svo var hún kassagítarleikari sem spilaði rokk á rafmagnsgítar, svo var hún noise-tónlistarmaður sem notaði kassagítar og effekta og loks fór hún að gera tónlist sem myndlist. Árið 2017 komu út 3 plötur með Heidatrubador, sem er ekki trúbador, og þá var komið að því að snúa dæminu við. Hún tók sér frí frá tónlist og fór undir eins að dreyma liti og ákvað að gera myndlist sem tónlist. New York-borg róar hana, lítil sjávarþorp stressa hana upp. Hún er 50 ára óráðsett, ómiðaldra og ekki sest í helgan stein. Hún hefur þó lífsreynslu og kannski eru loksins að vaxa á hana smá rætur, því hún hefur ákveðið að hætta að vera hrædd við nokkurn skapaðan hlut og gera bara það sem hjartað segir henni. Hún er löngu hætt að rífa sig niður og er nú sinn eiginn aðdáandi númer 2 (mamma og pabbi hennar eru aðdáendur númer eitt). Henni er nákvæmlega sama hvort þú fílir listina hennar, en hún er skemmtileg og það er gaman að spjalla við hana. Hún er lítil og með læti, stór og róleg, brosandi og döpur, ringluð og skipulögð, en alltaf heiðarleg og með hreint hjarta.

 

Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík 1971. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í málun árið 2000.Hún tók diplómanám í leirmótun og keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík 2007-2008.

Árið 2007 var Hulda til tilnefnd til Carnegie ART award og 2018 til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýninguna Valbrá í Kling og Bang. 2020 hlaut Hulda Tilberann, myndlistarverðlaun fyrir störf hennar í myndlist síðastliðna tvo áratugi.

Hulda hefur haldið fjölda bæði einka- og samsýninga heima og erlendis og eiga Listasöfn og einkaaðilar verk eftir hana. Árið 2003 opnaði hún og rak gallerí Angelicu Smith í þrjá mánuði sem nokkurs konar gjörning. Hulda hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og myndabækur, má þar nefna Valbrá sem kom út 2017 og Dagur Líður 2020. Frá því Hulda lauk námi hefur hún starfað sjálfstætt að myndlistinni. Verkin hennar eru tilfinningarík en samt yfirveguð. Með ljóðrænni túlkun af landslagi, óhlutbundið og fólki. berst hún fyrir tjáningarfrelsi og verndun náttúrunnar.

Details

Start:
18 september, 2021
End:
1 október, 2021
Event Tags:
, ,
Website:
https://www.facebook.com/events/286708276625857

Venue

Midpunkt
Hambraborg 22
Kópavogur, 220
+ Google Map
Phone:
(+354) 697 8633
View Venue Website