Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ragnhildur Jóhanns: Freistingin

5 mars3 apríl

Frá árinu 2020 hefur Ragnhildur Jóhanns með klippimyndum sínum tekið þátt í umræðum um femínisma, kvenréttindi, OnlyFans, klámiðnað, líkama kvenna, misnotkun á konum, aðgang að konum og pornógrafíu. Í verkum hennar hafa konur verið í forgrunni og þannig er það líka á þessari sýningu. Hún fjallar um sjálfsmyndir sem konur velja sér og þær sjálfsmyndir sem feðraveldið og stuðningsfólk þess heldur leynt og ljóst að þeim í gagnvirkum fjölmiðlum samtímans. En síðast en ekki síst eru verkin framlag til vitundarvakningar sem orðið hefur á meðal ungra femínista sem sem taka OnlyFans, kynlífsverkafólk og netmiðlun á kynferðislegu efni sem hluta af feminískri baráttu fyrir réttlæti þar sem konur taka sér vald yfir eigin líkömum á eigin forsendum gegn feðraveldinu og púritanisma ýmissa af eldri kynslóð femínista.

Ragnhildur segir um verk sín að þau séu á „mörkum hins kvenlega, femíníska en líka eilítið erótíska og hvernig samfélagið mótar konur hverju sinni. Gefin hafa verið út óteljandi rit um það hvernig konum beri að haga sér, hvernig þær eigi að klæðast og hvað þær eigi að gera til þess að líta sem best út…”. Eitt af því sem hefur einkennt síðustu ár samkvæmt Smartlandi er m.a. að þar stýra konur tilurð sjálfsmynda kvenna og hvernig þeim ber að haga sér. Í því tilviki hafa kvenkyns áhrifavaldar gífurleg áhrif. Þetta kallast á við það að í bókinni Konan og óskir karlmannsins (1959) er það danski sálfræðinginn Poul Thorsen sem ráðleggur konum um framkomu og hegðun. Þessi bók hefur reynst Ragnhildi drjúgur efniviður. Bókin er afsprengi áranna eftir seinni heimsstyrjöldina þegar konur voru sendar inn á heimilin aftur eftir að hafa unnið í andspyrnuhreyfingum gegn nasistum og vopnaverksmiðjum feðraveldisins um alla Evrópu. Nú urðu konur glingur feðraveldisins innan veggja heimilisins til að framleiða börn og fylla í skörðin eftir mannfall stríðsáranna.

En það er fleira sem hangir á spýtunni. Ragnhildur sækir einnig efni í klippimyndir sínar í gleymdan og grafinn menningararf þjóðarinnar; ógagnvirk pornóblöð og Tígulgosa fortíðarinnar sem gegndu sama hlutverki og netið gerir í dag sem uppspretta þekkingar, drauma, ímyndunarafls, sjálfsmynda og ranghugmynda um óseðjandi kynlífsgyðjur til endalausra nota fyrir feðraveldið.

-Er nema von að sálir kvenna standi í ljósum logum um allan heim.

Dr. Ynda Eldborg

Details

Start:
5 mars
End:
3 apríl
Event Tags:
,
View Event Website

Venue

The Heart of Reykjavík
Laugavegur 12b
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website