Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Rakel McMahon: Lax

11 september, 20213 október, 2021

Viðfangsefni verka Rakelar McMahon hverfast oftar en ekki í kringum kynhlutverk, staðalímyndir og samfélagslegan valdastrúktúr þar sem nálgun hennar og framsetning einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor.

Á sýningunni LAX er ímynd íslenskrar karlmennsku í forgrunni með hreina, óspjallaða íslenska náttúru í bakgrunni. Þar skoðar listakonan karlmennsku út frá ljósmyndum af laxveiðimönnum með nýveiddan lax og tvinnar þær saman við setningar úr bókinni On Photography eftir heimspekinginn og rithöfundinn Susan Sontag.

Í bókinni, sem kom fyrst út árið 1977, fjallar Sontag m.a. um gildi og áhrif ljósmynda. Hugmyndir hennar eiga jafnvel enn betur við í nútímasamfélagi hátt í fjórum áratugum síðar. Í bók sinni fjallar Sontag um hvernig þörf manneskjunnar fyrir að upphefja eigin reynslu hefur aukist með tilkomu ljósmynda. Um sé að ræða fagurfræðilega neysluhyggju sem allir séu orðnir háðir. Iðnvædd samfélög hafi þannig breytt þegnum sínum í myndfíkla (image junkies).

Segja má að verkin á sýningunni LAX séu sjálfstætt framhald af myndröðinni View of Motivation (2013/2014) þar sem viðfangsefnið var knattspyrna sem félagsleg athöfn og vettvangur til samskipta. Í LAX er það laxveiði-ljósmyndin sem athöfn sem er í brennidepli. Hið síendurtekna stef í pósu laxveiðimannanna er dregið fram í dagsljósið. Athöfnin sem fest hefur verið á filmu er hvort tveggja í senn, helgiathöfn og hversdagsleg klisja sem allir þekkja.

Details

Start:
11 september, 2021
End:
3 október, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/891690851437859/?ref=newsfeed

Venue

Þula
Hjartatorg, Laugavegur 21
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website