Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Rebekka Kühnis: Innan víðáttunnar

24 september, 202215 janúar, 2023

„Ég hef alla tíð haft listræna þörf fyrir að leysa upp umhverfi mitt, eða í það minnsta að umbreyta því í eitthvað loftkenndara og óljósara. Ég upplifi íslenska náttúru sem ósnortna og ekki eins skilgreinda og afmarkaða eins og náttúruna í heimalandi mínu. Það er eins og allt sé kvikt og breytilegt og að ég sé hluti þess alls. Þessi skynjun birtist í túlkun minni á íslensku landslagi.

Verkin einkennast af fjölmörgum viðfangsefnum, s.s. tvíræðni, gagnsæi, hreyfingu og marglögun. Kannanir á möguleikum línulegrar framsetningar leika stórt hlutverk í þessu samhengi. Hingað til hef ég aðallega notað grafíska tækni í verkum mínum, en á þessari sýningu mun ég í fyrsta sinn sýna olíumálverk.“

Rebekka Kühnis (f. 1976) er frá Windisch í Sviss og útskrifaðist með meistaragráðu í listkennslufræðum frá Hochschule der Künste í Bern. Síðan hefur hún starfað sem listakona og myndlistarkennari. Hún flutti til Akureyrar 2015.

Venue

Akureyri Art Museum
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
View Venue Website