
- This event has passed.
Rikke Luther: On Moving Ground
17 september, 2022–20 nóvember, 2022

Einkasýning Rikke Luther í Skaftfelli sýnir yfirstandandi rannsóknir listamannsins á pólitískum, samfélagslegum og umhverfislegum tengslum milli jarðefnavinnslu, nútímans, jarðvegseyðingar og hnattrænna breytinga. Verk hennar kanna áhrif sandnáms, kolefnisfrekrar framleiðslu steinsteypu og áhrif hækkandi hitastigs, á stöðugleika jarðarinnar sem við búum á. On Moving Ground býður upp á innsýn í fjölbreyttar rannsóknaraðferðir og listræna framleiðslu listamannsins, allt frá kvikmyndum til stórra teikninga til safnefnis, vísindagagna, texta og ljósmyndunar.
Sýningarstjóri: Julia Martin