
- This event has passed.
Safn í safni
24 júní, 2022–25 september, 2022

Föstudaginn 24. júní kl. 17 opnar sýningin Safn Rósu Gísladóttur í Listasafni Einars Jónssonar (LEJ) sem jafnframt er 99 ára afmælisdagur safnsins.
LEJ er fyrsta listasafn landsins sem opnað var almenningi í eigin húsnæði. Það byggir á gjöf Einars Jónssonar (1874-1954), fyrsta myndhöggvara Íslands, en gjöfinni fylgdi kvöð um að reisa einkasafn yfir verk hans.
Á sýningunni tekst Rósa Gísladóttir (1957) á við hugmyndina um hið karllæga einkasafn og býr til sitt eigið safn með tilvísun í arkitektúr og tilurð LEJ.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Listamannaspjall verður tvisvar á sýningartímanum og kynnt nánar síðar. Sýningin stendur til 25. september og er styrkt af Myndlistarsjóði, Myndstefi, launasjóði myndlistarmanna og safnasjóði.
Details
- Start:
- 24 júní, 2022
- End:
- 25 september, 2022
- Event Tags:
- Listasafn Einars Jónssonar, Rósa Gísladóttir
- Website:
- https://www.facebook.com/events/1724567297878303/
Venue
- The Einar Jonsson Museum
-
Hallgrímstorgi 3
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website