Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Rúrí: Glerregn

4 mars17 september

Glerregn er innsetning frá árinu 1984 og er eitt fyrsta verk Rúríar í röð margra sem fjalla um tíma og ógnir.

Listamaðurinn Þuríður Rúrí Fannberg (1951), eða Rúrí eins og hún kýs að kalla sig, tilheyrir fámennum hópi íslenskra myndlistarmanna sem taka afgerandi pólitíska afstöðu í verkum sínum. Pólitíska vitund Rúríar á rætur sínar að rekja til frétta úr útvarpi í upphafi kalda stríðsins. Það andrúmsloft sem ríkti í heiminum á sjötta og sjöunda áratugnum birtist hér á landi í fréttaflutningi útvarpsins. Frásagnir af styrjöldum í Austurlöndum og vopnuðum innrásum í Austur-Evrópu og víðar ásamt uppgjöri tengdu útrýmingarbúðum voru daglegt brauð. Þá var vitneskjan um tilvist gereyðingarvopna beggja vegna Atlandsála ekki til að draga úr þeim ótta að friðurinn væri gálgafrestur. Rúrí tilheyrir fyrstu kynslóðinni sem óx úr grasi þess meðvituð að maðurinn gæti sjálfur eytt öllu lífi í kringum sig á svipstundu ef hann kærði sig um það. Þessi vitneskja hefur mótað viðhorf Rúríar sem myndlistarmanns en í mörgum verka Rúríar má sjá afstöðu hennar til stríðsreksturs og ofbeldis.

Details

Start:
4 mars
End:
17 september
Event Categories:
,
Event Tags:
Website:
https://www.listasafn.is/list/syningar/ruri/

Venue

Listasafn Íslands
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website