Loading Events

« All Events

Sigurður Guðjónsson

20 október, 202219 febrúar, 2023

Heillandi myndheimur Sigurðar Guðjónssonar lætur engan ósnortinn.

Einn fremsti vídeólistamaður íslenskrar samtímalistar verður fulltrúi landsins á Feneyjatvíæringnum 2022. Á sýningunni í Hafnarhúsi eru sett fram ný og eldri verk listamannsins sem kynna einstaka listsköpun Sigurðar fyrir áhorfendum. Listamaðurinn er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.

Í rökstuðningi fagráðs sem útnefndi Sigurð sem fulltrúa Íslendinga á Feneyjatvíæringinn segir: „með vali Sigurðar teflir Ísland fram listamanni sem unnið hefur að áhrifamiklum innsetningum á óvenjulegum sýningarsvæðum og byggt upp afar sterka röð sýninga sem vakið hafa verðskuldaða athygli í heimi samtímalistarinnar.“

Sigurður Guðjónsson er fæddur árið 1975 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998-1999, Listaháskóla Íslands 2000 -2003 BA og Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg 2004. Hann var valinn Myndlistarmaður ársins 2018.

Sýningarstjóri: Mónica Bello

Venue

Reykjavik Art Museum – Hafnarhús
Tryggvagata 17, 101
Reykjavík, Iceland
+ Google Map