Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sigurjón Ólafsson: Sjón er sögu ríkari

19 október, 201931 desember, 2021

Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar, SJÓN ER SÖGU RÍKARI verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, laugardaginn 19.október kl. 15.

Á sýningunni eru fjölbreytt verk eftir Sigurjón sem hann gerði á árunum 1933 – 1982.

Þetta eru natúralísk verk, abstraktsjón og frumdrög að nokkrum lykilverkum listamannsins sem hafa verið stækkuð og staðsett í opinberum rýmum svo sem Fótboltamenn (1936) sem stendur á Faxatorgi á Akranesi, Gríma (1947) sem stendur við Borgarleikhúsið í Reykjavík og frumdrög að Víkingi (1951) sem Sigurjón hjó í grástein og stendur fyrir utan Listasafn Íslands á Fríkirkjuvegi.

Sýningin hefur fjölþættan tilgang; að vekja almenna athygli á heildarskrá verka Sigurjóns á vefsíðu safnsins og benda kennurum á möguleika sem felast í því að nýta sér fræðsluefnið og koma á safnið með nemendum til að skoða verkin og eins til að hvetja foreldra til að leggja leið sína í safnið með börnum sínum og njóta leiðsagnar um sýninguna.