Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sindri „Sparkle“ Freyr: Portraits of Pleasure

9 október, 202131 október, 2021

Portraits of Pleasure er sería af kyrralífsmálverkum þar sem listamaðurinn reynir að fanga kynhneigð vina sinna í kyrralífsverk af uppáhalds kynlífsleikföngum hvers vinar. Með því að mála þessa plast leikföng og titrandi vélar reynir hán að opna samtal um nautn og eftirlætissemi, hvað er talið vera við hæfi, hvað ekki og mikilvægi þess að njóta lífsins.
Sindri „Sparkle Freyr er fjöllistamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur verið að sýna verk sín í galleríum síðan 2015. Sindri hefur átt 5 einkasýningar og tekið þátt í 9 samsýningum. Hann hefur líka gefið út ljóðabók, listabók og ljóða/listabók.
Sindri skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í kvikmyndini Opening Up sem vann „Punch in the face“ verðlaunin á Reykjavík Fringe Festival. Hann lék líka aðalhlutverkið í „Allir úr“ auglýsingarherferð Nova.
Sindri kýs öll persónufornöfn, hann/hún/hán.
Árið 2017 útskrifaðist Sindri af sjónlistabraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Beint eftir það kláraði hann síðan málaradiplóma við sama skóla.

Núna er hann að vinna að BA gráðu í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.
Sindri vinnur líka utan almenna fagurlistaheimsins. Hann situr nú í stjórn BDSM á Íslandi þar sem hann er ritari. Hann reynir að fremja reglulega gjörninga sem dragdrottningin Kink Ween og er einnig að taka sín fyrstu skref inn í uppistand.

Líkt og ferill hans er fjölbreyttur geta þemu verka hans líka fjallað um ýmislegt.

Oftast fjalla þau þó um kynhneigð, sögur, existentíalisma, hinseginleika og fantasíur, bæði nördalegar og erótískar.

Details

Start:
9 október, 2021
End:
31 október, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/1523383278021032

Venue

Þula
Hjartatorg, Laugavegur 21
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website