25. – 31. okt. Skafl.
Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þriðja sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum og nú í samstarfi vð Ljósastöðina. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannana og samskipti við bæjarbúa. Smiðjan er opin þannig að gestir eru velkomnir að kíkja við í miðdegiskaffi í spjall og hugmyndaflæði við eldhúsborðið.
Á Skaflinum verða skipulagðir viðburðir sem hefjast miðvikudaginn 27. okt. kl. 17.00 með fyrirlestri Lefteris Yakoumakis um myndasögur. Ath. ekki ætlað börnum.
Föstudagskvöldið 29. okt. kl. 20.00 verður Hljómsveitin ADHD með tónleika í Alþýðuhúsinu. Á efnisskrá tónleikanna verða lög, sum glæný, önnur eldri, sum alveg hundgömul. Meðlimir ADHD eru, Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen.
Laugardaginn 30. okt. kl. 14.00 opnar Erla Þórarinsdóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu. Erla sýnir teikningar frá undanförnum tveimur árum, allar teiknaðar á Íslandi. Þetta eru lúpur; einlínur í þrívídd, leikur og leit, ritblý og strokur, einfalt og flókið, sameiginlegt og prívat. Ástand og ákall eftir nýrri framtíð, alheimssýn og ósk um póesíu.
Laugardaginn 30. okt. kl. 15.30 og kl. 21.00 verður uppákoma á vegum þátttakenda í Skafli. Mæting í Alþýðuhúsinu og síðan lagt í óvissuferð.
Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Aðalbakarí og Rammi hf. styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Þátttakendur eru.
Guðjón Ketilsson, myndlistamaður
Sigga Björg Sigurðardóttir, myndlistamaður
Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld
Tómas R. Einarsson, tónlistamaður
Fritz Hendrik IV, myndlistamaður
Erla Þórarinsdóttir, myndlistamaður
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistamaður
Arnljótur Sigurðsson, Tónlist-ljóð- myndlistamaður
Brák Jónsdóttir, myndlistamaður
J Pasila, myndlistamaður
Lefteris Yakoumakis, ljóð – myndlistamaður
Helena Stefáns Magneudóttir , kvikmyndagerðarkona
Rodrigo Lopes, Tónlistamaður
Örlygur Kristfinnsson, myndlistamaður og rithöfundur og kvæðamaður.
Jón Proppé, listfræðingur
Lydia Athanasopoulou – Skrásetning
Hekla Björt Helgadóttir, ljóð-tónlist-myndlistamaður
Arnar Steinn Friðbjarnarson, tónlist-myndlist- kvikmyndagerðamaður
ADHD, hljómsveit
Hægt verður að fylgjast með framgangi smiðjunnar á facebook síðu Alþýðuhússins.
Viðburðirnir eru öllum opnir og tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
Listamenn á Skafli 2021
Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og tónskáld. Hefur gefið út hátt í þrjá tugi platna með frumsaminni djass og latíntónlist. Hún hefur verið útsett fyrir stórsveitir og kóra, endurhljóðblönduð og valin á alþjóðlega safndiska. Hann hefur oft verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið þau í allnokkur skipti. Þrjár nótnabækur hafa komið út með tónsmíðum hans. Árið 2015 var frumsýnd
heimildarmyndin Latínbóndinn, um feril hans og latíntónlist. Þá hlaut hann riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 2014 fyrir framlag sitt til djasstónlistar og menningarlífs. Fjórir latíndiskar hans hafa verið nefndir í hópi bestu latínplatna viðkomandi árs í erlendum tónlistartímaritum. Dúódiskur hans og Eyþórs Gunnarssonar, Innst inni (2017) hlaut afar lofsamalega dóma erlendra djassgagnrýnenda og Gangandi bassi (2019) var kjörin plata ársins í Djass og blúsflokki Íslensku tónlistarverðlaunanna. Tónleikaplatan Latínball í Búðardal kom út 2020 og í haust kom út platan Ávarp undan sænginni, þar sem Ragnhildur Gísladóttir syngur tíu lög hans.
Hekla Björt Helgadóttir vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og skáld og hefur fundið verkum sínum titilinn: þrívíð ljóð. Verk hennar leitast oft í að samþætta marga ólíka miðla í senn og eru gjarnan undir sterkum áhrifum frá leikhúsi, gjörningalist og tónlist. Dimm baðherbergi, salt og Stalínismi er meðal þess helsta sem ratað hefur í verk Heklu að undanförnu og leiðir hennar eru einlægar, hnyttnar og draumkenndar.
Hekla hefur sett upp þónokkrar einkasýningar og samsýningar, og um þessar mundir er einmitt yfirstandandi einkasýning hennar á Listasafninu á Akureyri: Villijóð. Auk þess að vera sjálfstætt starfandi myndlistarmaður og skáld fæst Hekla einnig við tilraunakennda tónlist og gjörninga undir listamannanafninu Honey Rotten. Þar að auki er hún ein af stofnendum listahópsins og viðburðarýmisins Kaktus á Akureyri þar sem hún gegnir hlutverki formanns og sýningarstjóra í dag.
Örlygur Kristfinnsson. Nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1969-73. Myndlistarkennsla, aðallega við Grunnskóla Siglufjarðar 1975-1996. Hefur haldið allmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Siglufirði og víðar á árunum 1977-2020. Safnstjóri og sýningahönnuður á Síldarminjasafni Íslands 1996-2016. Hefur unnið að endurgerð gamalla húsa og rekur sýningarsal í einu slíku: Söluturninum Siglufirði. Þá hefur hann skrifað þrjár bækur: Svipmyndir úr síldarbæ I og II og Sögu úr síldarfirði, sem skreytt er fjölda vatnslitamynda.
ADHD
Þrátt fyrir undarlegt ástand síðustu misseri, þá hafa þeir félagar í ADHD þó ekki setið auðum höndum, hafa m.a. tekið upp nýtt efni á tilvonandi plötu, ADHD 8, og spilað á nokkrum tónleikum, nú síðast í Hörpu sem hluti af vetrardagskrá jazzklúbbsins Múlinn. Á efnisskrá tónleikanna verða lög, sum glæný, önnur eldri, sum alveg hundgömul. Meðlimir ADHD eru, Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen.
Guðjón Ketilsson (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Kanada.
Guðjón hefur frá upphafi unnið í margvíslegan efnivið – jöfnum höndum með eigið handverk, málverk, teikningar, leir, keramik og fundna hluti sem oft hafa persónulega þýðingu fyrir hann – efnisval hverju sinni ræðst af inntaki verkanna.
Í verkum Guðjóns skipar fortíð efnisins iðulega stóran sess. Ólíkar vísanir í líf fólks og sögu. Það má segja að mörg verka hans vísi inn á við. Þau beina athygli okkar að efninu og hinu efnislega umhverfi. Hann vinnur oft með hluti sem hann tekur úr upprunalegu samhengi sínu og setur í nýtt.
buy antabuse online
https://blackmenheal.org/wp-content/languages/new/uk/antabuse.html no prescription
Úr fundnum hlutum má lesa ýmis skilaboð sem öðlast merkingu eftir samhengi þeirra.
Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn til þátttöku í samkeppnum um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyðisfirði.
Guðjón hlaut Menningarverðlaun DV árið 2000 og verðlaun Listasafns Einars Jónssonar árið 1998. Guðjón Ketilsson hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2020 fyrir einkasýningu sína „Teikn“ í Listasafni Reykjaness frá Myndlistaráði Íslands.
Kristín Svava Tómasdóttir hefur tekið virkan þátt í íslensku ljóðalífi frá unga aldri og sent frá sér fjórar ljóðabækur, síðast Hetjusögur sem hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta árið 2020. Ljóðabók hennar Stormviðvörun kom út í Bandaríkjunum undir titlinum Stormwarning árið 2018 í þýðingu K.B. Thors, sem vinnur nú einnig að enskri þýðingu á Hetjusögum. Kristín Svava var einn af ritstjórum ljóðabókaseríunnar Meðgönguljóða. Haustið 2021 gegnir hún starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands.
Auk þess að vera ljóðskáld er Kristín Svava er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og hefur sent frá sér bókina Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem hlaut Viðurkenningu Hagþenkis árið 2018. Hún er einn af höfundum bókarinnar Konur sem kjósa: Aldarsaga, sem hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka árið 2020, en vinnur nú að bók um sögu Farsóttahússins við Þingholtsstræti 25 í Reykjavík.
Erla Þórarinsdóttir nam við Konstfack í Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Hún hefur starfað á Norðurlöndunum, í New York um tíma og einnig dvalið í Kína og á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga hérlendis og erlendis. Verk eftir Erlu eru í eigu hestu safna landsins. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. Unnið samkeppni um verk fyrir Ráðhús Reykjavíkur og hefur tvisvar fengið styrk úr sjóði Pollock-Krasner Foundation.
Lefteris Yakoumakis (pronounced Jakúmakis) was born in Athens, Greece in 1984. In 2008 he graduated from the Aristotle University of Thessaloniki with a Masters in Fine Arts, specializing in painting. He has participated in over a dozen solo and group exhibitions in Greece, Iceland and the US. He has done art residencies in Siglufjörður, Amsterdam and Kansas City. Starting out with large-scale oil and acrylics on canvas paintings, inspired by New Objectivity, Pop Art and younger Pop Surrealism, he later moved to smaller works, often black and white, using markers and brush markers, its later phase combining digital colour with traditional ink. Since 2017, he has focused on the creation of comics, writing and self-publishing, while also drawing on found trash of varying size, which he abandoned upon completion.
Helena Stefáns Magneudóttir er kvikmyndaleikstjóri og vídeólistakona.
Hún stundaði nám í leikist og leikstjórn í París, lauk BA námi í heimspeki og frönskum bókmenntum frá HÍ og útskrifaðist að lokum með MFA gráðu frá Valand School of Fine arts árið 2012.
Helena hefur frá árinu 2000 stundað kvikmyndagerð og listsköpun, en hún hefur leikstýrt fjölda stutt- og heimildamynda auk þess að vinna vídeóverk fyrir ýmsa viðburði, leikhús, sýningar og fleira.
Lydia Athanasopoulou graduated from the American College of Greece with a BA in Media Communications and a minor in Sociology. She has been working in the music and media industry for over a decade, from record shops and booking music festivals in Athens, Greece to vinyl record distribution and magazine editing in San Francisco. She has written extensively on music, feminism, subcultures and travel, and has been coordinator for a number of publications, vinyl compilations, exhibitions and workshops. She is currently a radio producer and DJ for two online music stations and is working on her next musique concrète sound project.
J Pasila hefur sýnt verk sín bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í New York hafa sýningar hennar meðal annars farið fram í Plane Space Gallery, Momenta, og The Carriage Trade Gallery. Í Evrópu hefur hún sett upp sýningar í Apollohuis í Eindhoven Hollandi, Waterfront Gallery í Gent í Belgíu og á Siglufirði. Verk hennar voru valin af
Robert Storr fyrir 44. National Chatauqa sýninguna á amerískri list. Þá hefur hún tekið þátt í sýningu “dust” ljósmyndasafnsins í Pompidou safninu í París frá október 2020 til mars 2021. Þá hefur J hlotið styrki og verðlaun frá Elizabeth Foundation, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Mustarinda félaginu í Finnlandi – og tvisvar dvalið í McDowell Colony, NH.
J Pasila útskrifaðist frá Ontario College of Art í Toronto. Hélt áfram námi í vídeolistadeild og arkitektúr við Listaháskólann í Dusseldorf. Á námsárum sínum í Þýskalandi stundaði hún rannsóknar- og þróunarvinnu með OMA, Christopher Alexander og CRATerre fyrir skapandi heimildarmyndina A sense of place. J dvelur ýmist í Brooklyn, New York, eða á Siglufirði.
Rodrigo Lopes er tónlistarkennari í þremur tónlistarskólum, á Akureyri, Fjallabyggð og við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þar kennir hann trommu- og slagverksleik. Sem tónlistarmaður er Rodrigo Lopes fjölhæfur en mesta rækt hefur hann lagt við ýmis afbrigði af tónlist Rómönsku Ameríku.
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977) útskrifaðist úr Myndlistadeild LHÍ árið 2001. Eftir útskrift fluttist Sigga Björg til Glasgow í Skotlandi þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim. Af einkasýningum má nefna Kling og Bang gallerí (Reykjavík), Teckningsmuseet (Svíþjóð), Hafnarborg (Hafnarfjörður),Yancey Richardsson gallerí (New York), Galerie Adler (Frankfurt) ofl. Af samsýningum má nefna Nordiska Akvarellmuseet (Svíþjóð), CCA (Center for Contemporary Art, Glasgow), Göteborgs Konsthall (Svíþjóð) ofl. Verk Siggu Bjargar er að finna í mörgum opinberum söfnum hérlendis og erlendis eins og Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hafnarborg, Nordiska Akvarellmuseet (Svíþjóð), Zabludowicz Art Trust (London) ofl.
Nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1969-73. Myndlistarkennsla, aðallega við Grunnskóla Siglufjarðar 1975-1996. Hefur haldið allmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Siglufirði og víðar á árunum 1977-2020. Safnstjóri og sýningahönnuður á Síldarminjasafni Íslands 1996-2016. Hefur unnið að endurgerð gamalla húsa og rekur sýningarsal í einu slíku: Söluturninum Siglufirði. Þá hefur hann skrifað þrjár bækur: Svipmyndir úr síldarbæ I og II og Sögu úr síldarfirði, sem skreytt er fjölda vatnslitamynda.
Brák Jónsdóttir (f. 1996) er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Verk hennar taka helst á sig form vídjóverks, bókverks, skúlptúrs og gjörnings, en nýverið hafa viðfangsefni hennar snúið að sambandi manneskjunnar við náttúruna. Brák útskrifaðist með BA gráðu af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2021 en hún nam einnig myndlist í Lista-akademíunni í Aþenu (ASFA).
Ásamt því að hafa reynslu að fjölbreyttum verkefnum
í samstarfi við aðra listamenn í Evrópu þá hefur hún tekið þátt í fjölda skapandi smiðja, og reglulega sýnt myndlist sína frá árinu 2015. Brák er ein stofnenda viðburðarýmisins Kaktus á Akureyri og hefur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum þar og í Alþýðuhúsinu
á Siglufirði sem er hennar annað heimili og vinnustofa, auk þess að vera mikilvægur vettvangur til að kynnast og starfa með öðrum listamönnum.
Í rannsóknum sínum nálgast Brák gjarnan kink og blæti
og skoðar samband mannfólks og náttúrulegra kerfa
á grundvelli yfirráða og undirgefni, berskjöldunar og trausts. Verk hennar samanstanda af roðandi spennu milli sársauka og unaðar, náttúrulegra og manngerðra efna. „Ég
leita gjarnan leiða til að vera ein með veröldinni og finn hana stundum í glufunni á milli þess ímyndaða og raunverulega, með því að flétta saman gáttir veruleika og fantasíu.“
Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? Fritz hefur meðal annars haldið einkasýningar í Kling og Bang og Ásmundarssal auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum á borð við Tilvist mansins: skyssa að íslenskri samtímalistasögu (III) í Listasafni Reykjavíkur og Abracadabra, Moscow biennale for young art í Rússlandi. Verk Fritz eru í eigu fjölda einkaaðila og safnara sem og Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.
Arnar Steinn Friðbjarnarson hefur unnið í kvikmyndagerð frá unglingsaldri. Hann er menntaður í kvikmyndagerð margmiðlun og þrívíddargrafík, með MFA í Myndlist með áherslu á stafræna miðla auk þess að vera með listkennsluréttindi frá LHÍ.
Arnar hefur unnið sem þrívíddarhönnuður, við eftirvinnslu kvikmynda og við hönnun myndbanda fyrir leikhús, tónleika og Óperur. Hann hefur sýnt videoverk sín í San Fransiskó, Gautaborg, Reykjavík og á Siglufirði. Arnar hefur auk þess unnið mikið með raftónlistarmanninum Einari Indra við gerð videoverka fyrir tónleika í ýmsum löndum.
Arnar starfar sem þrívíddarhönnuður hjá Verkstæðinu ehf, sem sérhæfir sig í leikmyndum fyrir kvikmyndir, söfnum og viðburðum. Auk þess kennir hann kvikmyndagerð og sinnir kvikmyndagerðinni, Undraland kvikmyndum, sem hann rekur með konu sinni, Helenu G. S. Magneudóttur.
Arnljótur Sigurðsson (f.1987) listamaður lifir og starfar í Reykjavík. Hann hefur komið nálægt ýmsum ólíkum geirum og stílum tónlistar og leikur á ýmisskonar hljóðfæri. Hann var prímus mótor í hljómsveitinni Ojba Rasta en hefur einnig verið hliðarmaður í ótal öðrum og komið fram á tónleikum í fjórum heimsálfum. Undanfarið hefur hann svo starfað sem einyrki í raftónlistarverkefninu Kraftgalli og hefur tónlist hans verið gefin út hjá hfn music, SMIT Records og One Little Indian auk sjálfstæðrar útgáfu. Nýrri plötu er svo að vænta frá honum hvað og hverju. Kraftgalli var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir lagið Rússíbani í flokknum raftónlistarlag ársins. Arnljótur er einnig mikill áhugamaður um tungumál og ljóðagerð, en hann leikur sér með orð daginn út og inn ef skáklistin eða myndlistin nær ekki að fylla tómstundirnar.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fæddist á Siglufirði 23.júní 1963 og bjó þar til 1986, þá fluttist hún til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur myndlistamaður. Aðalheiður starfrækti Kompuna, gallerí á Akureyri í 8 ár, tók virkan þátt í uppbyggingu „Listagilsins“ á Akureyri og er einn af stofnenda Verksmiðjunar á Hjalteyri. Hún hefur verið í sýningarnefnd Skaftfells á Seyðisfirð, gjaldkeri Gilfélagsins á Akureyri og varaformaður Myndlistafélagsins á Akureyri. Aðalheiður er félagi í Sím og Myndhöggvarafélaginu. Árið 2000 var hún útnefnd Bæjarlistamaður Akureyrar og sama ár hóf hún þátttöku í Dieter Roth akademíunni. Aðalheiður hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun ríkisins. Í desember 2011 keypti Aðalheiður Alþýðuhúsið á Siglufirði og hefur komið upp vinnustofu þar. Einnig stendur hún fyrir mánaðlegum menningarviðburðum og hefur endurvakið Kompuna í litlu rými þar. Aðalheiður hlaut menningarverðlaun DV árið 2015 og var tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2017 og 2020 fyrir starfið í Alþýðuhúsinu. Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og í Freyjulundi, 601 Akureyri.