
- This event has passed.
Svona eru jólin
4 desember, 2021–23 desember, 2021

Jólasýningin „svona eru jólin“ er sölusýning um 170 listamanna. Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Ásmundarsal (þá Listvinasalnum) á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna. Um 450 verk verða til sölu á sýningunni í ár. Hægt verður að pakka þeim beint í silkiþrykktan jólapappír á innpökkunarstöð Prents & vina sem sjá um sýningarstjórnun. Í Gryfjunni verður sett upp grafíkverkstæði þar sem listamenn vinna verk í upplagi yfir sýningartímabilið.
Dagskrá Grafíkverkstæðis 2021:
4-5.des | Almar Steinn Atlason og Hákon Bragason
6-7.des | Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
8-9.des | Joe Keys
10-11.des | Anna Rún Tryggvadóttir
12-13.des | Margrét Blöndal
14-15.des | Jón B.K Ransu
16-17.des | Melanie Ubaldo
18-19.des | Baldur Geir Bragason
20-21.des | Kristinn Már Pálmason
22-23.des | Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir