Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sólveig Dagmar: Ró í Náttúrunni

17 september, 202128 september, 2021

MÁLVERKASÝNINGIN „RÓ í NÁTTÚRUNNI“, er sölusýning sem er haldin 17-28 september, 2021 í „Mjólkurbúðinni“, sal Myndlistarfélags Akureyrar, að Kaupvangsstræti 12. Opið er frá 15 til 18 alla virku dagana og um helgar frá 14.-17. Sýningaropnun verður kl. 17-18, föstudaginn 17. september, 2021. Allir eru velkomnir. 

Sólveig Dagmar Þórisdóttir hefur verið starfandi listamaður að Korpúlfsstöðum í Reykjavík frá árinu 2007 til 2020. Hún á langan starfsferil að baki sem myndlistarmaður, grafískur hönnuður og hagnýtur menningarmiðlari. Einnig starfað við ökuleiðsögn ferðamanna í yfir tvo áratugi fyrir stærstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands. Hún er jafnframt eigandi Create Iceland – Travel ehf.

Myndlistarmaðurinn tengir listsköpun sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á staðnum á ferðalögum sínum. Þannig miðlar hún myndlist sinni á áhrifaríkan hátt og sýnir sig jafnframt í vídeóverki við undirbúning málverka sinna. Þannig vill hún sýna hve nærandi það er að vinna í ró og flæði úti, með sér á staðnum. „Allir geta málað úti í ró á staðnum“. Sólveig Dagmar hefur ferðast víða um Ísland og einnig til Tenerife, til að vinna málverkin sem sýnd eru. Málverkin á sýningunni eru flest unnin síðastliðin þrjú ár.

Sólveig Dagmar kennir einnig hugmyndavinnu ferðaþjónustuaðilum, sem dæmi Strandamönnum og Vestfirðingum árið 2011 í Grunnskólanum á Hólmavík. Þannig styður Sólveig við mennta-og menningartengda ferðaþjónustu með þekkingu fyrir alla þá sem þurfa. Mjög mikilvægt er listamanninum, að kenna einstaklingnum að skapa með list sinni, í ró úti í „Listasalnum náttúrunni“. Málverkin eru þannig uppspretta af mikilli vinnu myndlistamannsins með það í huga að fá innsýn í hugarheim, þroska og dýpt, sem einstaklingurinn þroskar með sér úti. Málverkin eru þannig unnin í því flæði og eru afrakstur af ferðalögum hennar víða.

Nú hefur hún einnig hafið kennslu í teikningu og málun. Sólveig Dagmar var gestalistamaður Hveragerðisbæjar í listhúsi þeirra „Varmahlíð“ í júnímánuðunum árin 2009 og 2021.

Details

Start:
17 september, 2021
End:
28 september, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/384376479826303

Venue

Mjólkurbúðin – Salur myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 12
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
View Venue Website