
- This event has passed.
Sporbaugur
28 maí, 2022–13 nóvember, 2022

Litabækur fyrir börn eru mjög undarleg fyrirbæri. Til hvers eru þær? Þær þroska ekki sköpunarkraftinn því það er bannað að lita út fyrir og eina sjálfstæða ákvörðun barnsins liggur í litavalinu. Kannski er uppeldislegt gildi þeirra ekki flóknara en þetta: Að kenna barninu að fylgja reglum og sætta sig við að fá ekki að ráða nema því sem minnstu skiptir í lífnu. Litabók Gabríelu Friðriksdóttir og Björns Roth virðist fylgja þessum fyrirmyndum en hér skiptir samhengið þó öllu. Bókin er sett fram sem þáttur í listsýningu og útgáfur listamannanna af myndunum hanga á veggjum safnsins: Bókin er orðin listaverk og opinberuð gestum safnsins á svipaðan hátt og þegar barn kemur hlaupandi til mömmu til að sýna henni hvað það litaði flott í litabókina sína. Þetta er allt eins og í ævintýri og þannig losnar ímyndunaraflið úr fjötrum. Innsetningar og myndbandsverk taka svo við og leiða okkur enn lengra inn í dularfullan heim þar sem allt getur gerst og allt getur orðið að list.
Sýningarstjóri: Jón Proppé
Details
- Start:
- 28 maí, 2022
- End:
- 13 nóvember, 2022
- Event Tags:
- Björn Roth, Gabríela Friðriksdóttir, Jón Proppé, Listasafn Reykjanesbæjar
- Website:
- http://listasafn.reykjanesbaer.is/sporbaugur-0
Venue
- Reykjanes Art Museum
-
Duusgata 2-8
Reykjanesbær, 230 Iceland + Google Map - View Venue Website