
- This event has passed.
Sviðsett augnablik
21 janúar, 2022–1 maí, 2022

Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands sem er ljósmyndin.
Verkin spanna tímabilið frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Staða ljósmyndunar sem listgreinar hefur eflst á síðastliðnum áratugum en lengi vel naut ljósmyndin ekki viðurkenningar sem fullgilt listaverk vegna fjölföldunareiginleika sem þóttu stangast á við hið einstaka og háleita í listum.
Á Íslandi má segja að með notkun hugmyndalistamanna á ljósmyndinni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi miðillinn fyrst farið að njóta athygli sem myndlistarform.
Sýningin Sviðsett augnablik vitnar um þá miklu grósku sem hefur orðið í ljósmyndun sem listsköpun á síðastliðnum fimmtíu árum og fest ljósmyndina í sessi sem myndlistarform til jafns við aðra rótgrónari listmiðla. Í dag nýtur ljósmyndin virðingar sem margháttaður miðill sem tekur sífelldum breytingum og hefur stækkað mengi samtímalistar umtalsvert.
Ljósmynd: Inga Svala Þórsdóttir & Wu Shanzhuan: Paradísir, 1993
Details
- Start:
- 21 janúar, 2022
- End:
- 1 maí, 2022
- Event Tags:
- Listasafn Íslands, The National Gallery of Iceland
- Website:
- https://www.listasafn.is/syningar/svidsett-augnablik-staged-moments
Venue
- The National Gallery of Iceland
-
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website