
Sumarsýning Safnasafnsins
6 maí–10 september

Í sumar standa 12 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðseyri á verkum eftir 15 listamenn og nemendur í Leikskólanum Álfaborg og Valsárskóla. Lögð er áhersla á ferskar hugmyndir og vandað handverk, glerblástur, útsaum, silfursmíði, keramik, ljósmyndun, dúkþrykk og margvíslega unnin viðarverk. Minnst er þriggja látinna myndlistarmanna sem lífið fór hörðum höndum um og eru sýningar þeirra hannaðar undir kjörorðunum Skapað úr safnkosti. Þá er skoðað hvernig myndtjáning getur hjálpað til við að losna undan sjálfsskaða og loka hann inni í skáp. En þrátt fyrir alvarleika inngildingar og alþjóðlegra markmiða eru sýningar safnsins bjartar og litríkar og höfða til allra skilningarvita.