Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Þau standast ekki tímann

25 ágúst, 202225 september, 2022

Á sýningunni rennur upplausn og væntingar saman við lífsins vökva og sköpunarmátt eyðingar, umbreytingu og hreyfingu. Ferli sem eiga við náttúru sem samfélag, hverful við fyrstu kynni en raunveruleg í augnablikinu.

Vökvi lekur í gegnum göt og sprungur, kveikir líf, holar og tekur. Jarðneskar leifar í söltum ílátum verða aftur sjór. Gufa upp eða liðast í sundur, en hverfa ekki. Það er alltaf möguleiki á einhverju meira. Hún kemur ef þess er óskað nógu heitt, yfirgengilega sælan.

Þau standast ekki tímann leiðir saman verk þeirra Graham Wiebe, Magnúsar Sigurðarsonar, Minne Kersten, Patricia Carolina og Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur. Sem tilraun með samvinnu er verkefnið samkoma ólíkra þátta, sem hópurinn hefur nálgast í gegnum opið samtal sem hófst þeirra á milli fyrir nokkrum mánuðum síðan, og er nú orðið að sýningu.

Stjórn Nýlistasafnsins leiddi listamennina saman í gegnum opið umsóknarferli, Nermine El Ansari og Margrét Dúadóttir Landmark sköpuðu samtalinu farveg í kjölfarið, í samvinnu við Sunnu Ástþórsdóttur.