Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Gjöfin til íslenzkrar alþýðu

14 desember, 202120 nóvember, 2022

Það þóttu stórtíðindi þegar athafnamaðurinn Ragnar Jónsson, kenndur við Smára, ákvað að færa Alþýðusambandi Íslands málverkasafnið sitt að gjöf sumarið 1961. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu. Listaverkagjöf Ragnars – um 147 verk – lagði grunninn að Listasafni ASÍ og geymir verk margra af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar frá síðustu öld.

Ragnar Jónsson byggði safn sitt í kring um fastan kjarna, stór og kynngimögnuð verk eftir fimm listmálara sem að hans mati voru þekktustu listamenn samtímans. Það voru þeir Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason.

Á sýningunni er lögð áhersla á verk þessara listamanna, leitast er við að fanga þá meginhugsun sem lá að baki söfnunarstefnu Ragnars og spegla sýn hans á íslenska listasögu.

Sýningin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns ASÍ. Sýningarstjóri: Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur.