Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Gjörningaklúbburinn: Seigla

15 janúar, 20221 mars, 2022

Á sýningunni Seiglu í NORR11 er um tvenns konar verk að ræða, annars vegar einstök nælonsokkabuxnaþrykk þar sem hinn margslungni vísinda- og félagsvefur nælonsins fær að njóta sín í öllum sínum fjölbreytileika og leikgleði og hins vegar veggverkið Seigla sem býr yfir aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og styrk þar sem fínlegir nælonsokkar mynda eina heild sem inniheldur hnefastórt grjót í hverri tá. Nælonsokkabuxurnar, olíulitir Gjörningaklúbbsins, koma beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika þar sem efniviðurinn, nælonið, býr yfir eiginleikum úthalds, þolgæðis og þrautseigju.
buy lasix online pavg.net/wp-content/themes/twentytwentyone/inc/en/lasix.html no prescription

Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni.
buy cialis super active online pavg.net/wp-content/themes/twentytwentyone/inc/en/cialis-super-active.html no prescription

Vinnur Gjörningaklúbburinn í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.

Gjörningaklúbburinn (st. 1996) sem skipaður er af myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim þar á meðal MoMA í New York, Kunsthalle Vienna, Schirn Kunsthalle, Hamburger Bahnhof, Amos Anderson, ARoS og Lilith Performance Studio.

Venue

Listval
Hólmaslóð 6
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website