
- This event has passed.
The Last Museum
11 júní, 2022–31 júlí, 2022

Sýningin The Last Museum máir út mörkin milli kvikmynda- og skúlptúrlistar og rannsakar möguleikana sem felast í notkun vefsíðu sem sýningarrýmis. Á sýningunni sem er að stærstu leyti aðgengileg á www.nylo.is (í takmarkaðan tíma frá 11. júní) má sjá nýtt verk eftir Egil Sæbjörnsson ásamt verkum listafólks frá sjö öðrum löndum. Á meðan Listahátíð stendur yfir tekur verkefnið einnig á sig áþreifanlega mynd í sýningarsal Nýló.
Með vísun í orðaforða tölvunarfræðinnar má lýsa The Last Museum sem „stafla“ sem nær utan um land, skúlptúr, kóða, upplifun notanda og fleira. Listafólkið var fengið til að skapa hóp skúlptúra sem komið var fyrir á tilteknum stað sem tengist samskiptainnviðum eða -tækni. Hver og ein innsetning var síðan tekin upp á myndband og myndskeiðunum skeytt saman í gagnvirka runu. Útkoman er upplifun í formi vefsíðu. Sýningin veltir upp spurningum um boðskipti í ljósi langtímans og samspil þeirra við nýjustu tækni, (líkams)pólitík og hagkerfi heimsins. Í kjölfarið kvikna ákveðin þrástef: uppflosnun, óvissa, missir og uppvakning.
Sýningarstjóri: Nadim Samman
Listafólk: Egill Sæbjörnsson, Nora Al-Badri, Nicole Foreshew, Juliana Cerqueira Leite, Jakrawal Nilthamrong, Zohra Opoku, and Charles Stankievech, Petros Moris
Samstarfsaðilar: KW Institute for Contemporary Art
Details
- Start:
- 11 júní, 2022
- End:
- 31 júlí, 2022
- Event Tags:
- Charles Stankievech, Egill Sæbjörnsson, Egill Sæbjörnsson, Jakrawal Nilthamrong, Juliana Cerqueira Leite, Listahátið í Reykjavík, Nadim Samman, Nicole Foreshew, Nora Al-Badri, Nýlistasafnið, Petros Moris, Reykjavík Arts Festival, The Living Art Museum, Zohra Opoku
- Website:
- https://www.listahatid.is/vidburdir/the-last-museum
Venue
- The Living Art Museum
-
Grandagarður 20
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website