Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hjólið V: Allt í góðu

9 júní, 202211 september, 2022

mynd: Emma Heiðarsdóttir

 

Opnun 9. júní, kl. 17:00 í Norræna húsinu.

Á Listahátíð munu útilistaverk eftir átta listamenn af ólíkum toga dúkka upp í nokkrum hverfum borgarinnar. Hjólið er röð fimm útisýninga á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem hafa verið haldnar víðsvegar um borgina frá sumrinu 2018 í tilefni hálfrar aldar afmælis félagsins. Fyrsta sýningin var á dagskrá Listahátíðar 2018 og nú verður hringnum lokað með þeirri fimmtu. Í þetta sinn mun Hjólið þræða sig um hverfi 101, 102 og 107 og mun listafólkið varpa nýju ljósi á hversdagslegt umhverfi okkar. Verkin eru fjölbreytt og opna á margþætta skoðun á bæði svæði og sögu og rýna um leið í flóknari félags- og samfélagslega lagskiptingu borgarlandslagsins.

Hjólið V er hrífandi tækifæri til þess að upplifa hið kunnuglega á nýjan hátt, kynnast verkum einkar fjölbreytts hóps listafólks og velta fyrir sér tíma og rými borgarinnar, hvenær sem er og á eigin forsendum.

Listafólk: Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Ragnheiður Gestsdóttir, Sean Patrick O’Brien, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ulrika Sparre & Wiola Ujazdowska.
Sýningarstjórn: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Sýningarnefnd Myndhöggvarafélagsins: Eygló Harðardóttir, Haraldur Jónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason
Samstarfsaðilar: Reykjavíkurborg, Norræna húsið í Reykjavík, Myndlistarsjóður