
- This event has passed.
Þú ert hér
26 nóvember, 2022–5 mars, 2023

Vena Naskręcka og Michael Richardt eru gjörningalistamenn og mun sýningin verða vitnisburður um hvar þau eru stödd á þessum ákveðna tímapunkti og skrásetning á því sem þeim er nú hugleikið. Þau eru hér og nú, erlendir ríkisborgara á Íslandi, að setja mark sitt á Listasafn Reykjanesbæjar þar sem þau ríkja í ákveðinn tíma.
Þú ert hér gefur til kynna að þú sért á ákveðnum tímapunkti á því ferli sem ævi þín er. Vena og Michael fluttu bæði frá heimalöndum sínum, Póllandi og Danmörku, fyrst til Hollands og síðar Írlands en það er hér sem leiðir þeirra fyrst skarast. Þú ert hér snýst meðal annars um hvernig við jarðtengjum líkama okkar á ákveðnum stað í tíma og rúmi. Vena fer áfram með hægum hreyfingum og Michael með hröðum, síendurteknar hreyfingarnar minna á kóreógrafíu eða skipulagðar danshreyfingar ætlaðar til að valda umskiptum. Þau eru hér til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og þeim er umhugað um hvað þau skilja eftir sig. Vena er að horfa til framtíðar mannkynsins og Michael horfir inn á við.
Details
- Start:
- 26 nóvember, 2022
- End:
- 5 mars
- Event Tags:
- Helga Arnbjörg Pálsdóttir, Listasafn Reykjanesbæjar, Michael Richardt, Vena Naskręcka
- Website:
- http://listasafn.reykjanesbaer.is/you-are-here-jestes-tutaj-du-er-her-thu-ert-her
Venue
- Listasafn Reykjanesbæjar
-
Duusgata 2-8
Reykjanesbær, 230 Iceland + Google Map - View Venue Website