
- This event has passed.
Time Matter Remains Trouble
18 september, 2021–23 desember, 2021

Time Matter Remains Trouble er ný myndlistarsýning sem opnar í Hvelfingu laugardaginn 18 september kl. 17:00
Aðferðir sem manneskjur nota til að varðveita efni, fyrirbæri og þekkingu úr náttúrunni eru skoðaðar í brotakenndum sviðsmyndum. Eftirköst og framtíðarsýnir á niðurbroti könnuð, með eða án mannkynsins sem þáttakanda í því ferli.
——-
Erum við að viðhalda þrákelknislegri sjálfsblekkingu með því að greina á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar? Er tíminn alltaf afstæður, jafnvel fyrir líffræðilega skeiðklukku mannslíkamanns? Afhverju getum við umbreytt orku úr einu formi í annað, en ekki skapað orku eða eytt henni? Er heildarmagn orku og efnis í alheiminum föst stærð, en á sífelldu flæði úr einu formi í annað? Ef svo fer að mannkynið verður ekki alveg útdautt einhvern tíma á næstu milljónum ára og hefur heldur ekki tekist að eyða öllu lífi á Jörðinni, hvað mun sitja eftir? Hverskonar líf lifir okkur af?
Listamenn
Alice Creischer
Anna Líndal
Anna Rún Tryggvadóttir
Bjarki Bragason
nabbteeri
Sýningarstjóri: Arnbjörg María Danielsen.
Aðstoðarsýningarstjóri: Veigar Ölnir Gunnarsson