
- This event has passed.
Tinna Royal: Wild About You
11 september, 2021–9 október, 2021

Í myndlist Tinnu Royal er neysluhyggja og sambönd í forgrunni. Aðferðafræði endurgerðar er fylgt eftir þar sem þekkt vörumerki og ýmiskonar góðgæti fá nýtt hlutverk. Á sýningunni „Wild About You“ kynnir Tinna Royal 18 verk sem beina sjónum að samskiptum kynjanna. Frá árinu 2013 hefur Tinna flett þúsundum blaðsíðna af myndasögum í almannaeigu en þær voru gefnar út á tímum seinni heimstyrjaldar í Bandaríkjunum. Myndasögurnar fjölluðu einkum um ást og hetjur en það var vinsælt afþreyingarefni sem hélt uppi samþykktum gildum um staðalímyndir. Úrvinnsla Tinnu á efninu skapar nýtt samhengi og samspil kynjanna verður að megin viðfangsefni.
Sýningin beinir sviðsljósinu að yfirborðinu sem aðeins aðrir sjá en einnig að því sem kraumar undir niðri; ósögð orð og duldar tilfinningar.
Tinna Royal er búsett á Akranesi þar sem hún er með vinnustofu. Hún var valin bæjarlistamaður Akraness 2020.