Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Úlfar Örn: Orka

24 mars18 maí

Úlfar Örn (1952) stundaði nám í auglýsingadeild MHÍ í Reykjavík og Konstfack í Stokkhólmi og lagði ávallt áherslu á myndskreytingar í námi sínu. Hann starfaði við hönnun og auglýsingagerð í mörg ár ásamt því að iðka list sína. Undanfarin ár hefur hann alfarið helgað sig myndlistinni. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum erlendis. Nýlega flutti hann vinnustofu sína og gallerí austur í Laugarás í Bláskógabyggð þar sem hann er búsettur. Þar er opið flesta daga eða eftir samkomulagi.
Á þessari sýningu sem hann nefnir ORKA – sýnir hann fígúratíf málverk sem unnin eru á árunum 2021 og 2022. Úlfar hefur unnið við fígúratífan myndheim sinn í áratugi. Í verkum sínum fangar hann ekki aðeins anatómíuna í fígúrunum heldur leggur hann áherslu á hreyfingu og taktinn í hreyfingunni. Hin mikla orka sem er á iði í heiminum þessi dægrin, veðurofsinn, heimsfaraldur og ógn við heimsfriðinn hefur sennilega haft áhrif að þessu sinni. Í mörgum verkanna er meiri orka og meiri hreyfing en verið hefur.

Details

Start:
24 mars
End:
18 maí
Event Tags:
,
View Event Website

Venue

Mokka Kaffi
Skólavörðustígur 3A
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website