Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Vatnslitafélag Íslands: Breytingar

4 nóvember, 202127 nóvember, 2021

Vatnslitafélag Íslands opnar hér þriðju árlegu samsýningu sína.
Miklar breytingar hafa undanfarið hrist rækilega upp í mönnum. Breytingar hrista upp í hlutum, endurnýja eða endurmóta, umbylta eða jafnvel tortíma. Líf fólks breytist stöðugt frá vöggu til grafar því lífið sjálft er hreyfing/breyting í tíma og rúmi.
Breytingar, stórar eða smáar, hraðar eða hægar, geta snert innstu kjarna og hjartans strengi. Menn geta haft litlar eða miklar skoðanir á þeim, brugðist meira eða minna við þeim, hunsað þær eða tekið á móti þeim fagnandi. Breytingar eru eðlilegur og óhjákvæmilegur hluti lífsins en þær krefjast stundum nýrra gilda og viðmiðana – jafnvel nýrrar heimsmyndar.
Vatnslitafélag Íslands var stofnað í febrúar 2019.
buy levothyroxine generic https://buyinfoblo.com/levothyroxine.html over the counter
Eins og nafnið gefur til kynna þá er félagið opið öllum sem stunda vatnslitamálun. Félagar eru nú 211 talsins á aldrinum 27 til 95 ára og eru ýmist atvinnumenn eða áhugamenn í listinni. Tilgangur félagsins er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði. Félagið stendur fyrir listviðburðum með fjölbreyttri fræðslu og sýningarhaldi.

Details

Start:
4 nóvember, 2021
End:
27 nóvember, 2021
Event Tags:
Website:
https://www.facebook.com/events/669922447309820

Venue

Gallery Grótta
Eiðistorgi 11
Seltjarnarnes, Iceland
+ Google Map
View Venue Website