Loading Events

« All Events

Zanele Muholi

15 október, 202212 febrúar, 2023

Hér er á ferðinni stórsýning á verkum eins athyglisverðasta samtímaljósmyndara og aktívista í heiminum í dag, Zanele Muholi (f. 1972) frá Suður-Afríku. Áhrifamiklar myndir Muholi varpa ljósi á sögu og réttindabaráttu svarts hinsegin fólks í heimalandi listamannsins. Þar gefur Muholi þeim rödd sem daglega þurfa að berjast til að öðlast viðurkenningu samfélagsins á sjálfsmynd sinni.

Yfir hundrað ljósmyndir auk videoverka gefa innsýn í líf og samfélög jaðarsetts fólks, þar sem einlæg túlkun Muholi dregur sérstaklega fram þætti um kynja- og sjálfsmyndarpólitík, bönn, hatursglæpi og ofbeldi en einnig um stolt, mótstöðu, einingu og ást.

Sýningarstjórar: Harpa ÞórsdóttirVigdís Rún Jónsdóttir og Yasufumi Nakamori